|
||
|
~ 30.11.01
Váááááá.................... hvað þetta er það leiðinlegasta sem ég hef gert um ævina. Fór upp á Borgarspítala kl. 10:30 í morgun og var að koma aftur í vinnuna!!!!! Endalaus bið, bið og aftur bið. Þurfti að fara í blóðprufu, það gekk eins og skot en svo þurfti ég að bíða eftir hjúkrunarfræðingi og svo lækni, that took forever!!! Er nebbla að fara í eitthvað ógeð á mánudaginn sem heitir æðaþræðing... sniff, sniff.... I feel like a old lady :( Fóturinn á mér er nebbla stórgallaður, er alltaf eins og ég sé tognuð og ákvað loksins að gera eitthvað í þessu máli. Sat einmitt inn á einhverri biðstofu með endalaust gömlu og röflandi fólki.... shit, hvað ég gæti aldrei unnið á spítala!! Nag, nag, nag. Svo var meira að segja svo yfirfullt af fólki þarna að fólk lá barasta frammi á gangi, ekki falleg sjón. En ég verð nú sem betur fer bara þarna á mánudaginn!! Eins gott að taka með sér nóg af blöðum að lesa (framlög vel þegin) og cd-spilarann.... verð skalégsegja að liggja grafkyrr á bakinu í 5 klukkutíma.... En þegar ég var að bíða þarna sá ég sko fullt af fólki sem leit nú ekkert allt of vel út og þakkaði bara guði fyrir að vera svona tiltölulega heilbrigð :) Vorum að panta okkur DVD myndir af amazon í gær. Vinur hans Gumma er nebbla í skóla út í Memphis og verða myndirnar sendar til hans og hann kemur svo heim um jólin :) Pöntuðum Simpsons fyrstu seríuna, Kingpin, Swordfish og Akira. Ég valdi Simpsons og Kingpin :) Annars keypti ég nú líka fjórar DVD út í Edinborg, Seven (horfðum einmitt á hana í gær), Being John Malkovich, Life is Beautiful (La Vita é Bella) og Pretty Woman. VÁ hvað við eigum orðið margar myndir... þær fara að nálgast hundrað!!!!!!! Pabbi hans Gumma er svo góður :) Ég kom út í morgun og var orðin aðeins of sein (ótrúlegt hvað það er stundum erfitt að komast fram úr rúminu á morgnana!!! ) og þá var pabbi hans Gumma bara búinn að skafa af bílnum mínum, ekkert smá þægilegt :) :) ~ 29.11.01
~ 28.11.01
Ví ví !!!!!! Finally er kominn einhver botn í þetta mál. Ég sá þetta nebbla í yfirlitinu í 10 fréttunum á mánudagskvöldið og hef svo ekkert heyrt um þetta meira, var meira að segja búin að leita á mbl og vísir! En þá er bara að herða sig í að safna í möppu og vona það besta :) Þegar maður sendir sms af tal vefnum eru farnar að birtast auglýsingar með eins og hjá en ég held þeir ættu nú að íhuga að skipta um auglýsingu...... Síðustu daga (og er enn) birtist þessi auglýsing: Ert tù à leidinni à leik Barcelona og Real Madrid?samlif.is. En ég sé nú ekki hvernig þeir ætla að geta boðið ferð með Samlíf og Samvinnuferðum Landsýn í Mars næstkomandi, ja, ég bara spyr???????? Sjá hér! Svona eru jólin.......... Það er allt að verða svaka fínt hérna í vinnunni, allir í óðaönn að skreyta og þar á meðal ég :) Ég er nú reyndar enn að fatta að það séu að koma jól. Létt 96,7 er farin að spila BARA jólalög og nottla bara íslensk þá. Það er spurning hvort maður verði nú ekki bara komin með leið á þessu öllu saman þegar jólin loksins koma, vonum ekki þó :) Hvað var ég eiginlega að bulla um Amazing Race í gær???? Nancy&Emily duttu ekkert út síðast, heldur í gær!! Annars voru þetta heiðarleg mistök því þær voru síðastar en enginn datt út í þeim þætti, ég er nú samt meiri kálhausinn stundum :) ~ 27.11.01
Þetta var nú meiri Survivorinn í gær mar og svo kannski bara ekkert sameining næst. Helv*** sneddý hjá þáttastjórnendunum að breyta aðeins út af venjunni, heldur spennunni og svona. Ætli það verði þá kannski ekki bara sameining þegar fjórir eru eftir í hverjum hóp, það væri svaka sniðugt. Annars er það nú bara Amazing Race í kvöld..... ví ví :) Það var nú leiðinlegt að Nancy&Emily duttu út síðast en vonum bara að hommarnir detti út í kvöld, þeir eru svo djöfulli leiðinlegir..... pjúk :( Hvað er málið með það að vera alltaf í "matching outfit"?????? Enn þá meira pjúk!!! ~ 26.11.01
zzzzz............. ég vild ég væri sofandi núna!!! En þá er maður kominn heim frá útlandinu, það var algjör snilld :) Ekki var nú mikið skoðað af minni hálfu nema pöbbarnir teljist með....... hí hí hí!!! Annars verslaði ég nú heldur ekki mikið, nokkrar jólagjafir, dvd myndir og svona. Það er samt ekkert smá flott þarna, herbergið mitt var uppi á 7. hæð en þar vorum við allt "single" fólkið með svalir og geðveikt útsýni yfir kastalann og allt saman, brakandi snillld!!! ~ 21.11.01
Múhaaaa......... best að fara heim og pakka og svona! Næsta blogg verður nú víst ekki fyrr en á mánudaginn....... See ya then :) Vííííí....................... Edinborg á morgun :) Var einmitt að fá flugmiðann í hendurnar... Það verður örugglega mikið gaman og svaka stuð. Ég og Hrund fórum á Legally Blonde í gær í Smárabíó. Hún var æði......Blondes have more fun!!!! Þegar ég var að kíkja á myndina á imdb sá ég einmitt að á næsta ári kemur einmitt út myndin The Important of Being Earnest eftir samnefndri bók Oscars Wilds og eiga margir eflaust góðar minningar af lestri hennar... thí hí. Í myndinni leika td. Reese Witherspoon og Rupert Everett. Það hefði nú verið fínt að hafa hana í fyrra...... þó gamla myndin hafi nú ekki verið alslæm!! ~ 20.11.01
Hvað er málið með íslenska tónlist í dag????? Og hvað þá íslenska textagerð??? Fólk hlýtur nú að vera alveg heiladautt til að semja texta eins og "Ég get allt, ég er brún eins og kókómalt...." ullabjakk og ojbara!!!!!!!!!!!! (Djö... nú fékk helv.... lagið á heilann!) Thí hí... þennan brandara fékk sendan í tölvupósti áðan: Jónas er önnum kafinn í vinnunni þegar Magga hringir "Jónas minn, heldurðu að þú getir nokkuð hjálpað mér þegar þú kemur heim?" segir hún. Jónas fær hland fyrir hjartað og fer að ímynda sér allar þær mögulegu og ómögulegu ógöngur sem Magga gæti hafa komið sér í. "Aaa, já-já, auðvitað, elskan mín, hvað er að? "Jú, sko," segir Magga, "Ég var að byrja á nýju púsluspili og það er svo hrikalega erfitt! Ég er ekki einu sinni búin að finna jaðarbútana ennþá." Vá, Jónasi létti heilmikið að Magga var ekki í neinni líkamlegri hættu og húsið ekki að brenna eða eitthvað enn verra. "Sjáðu til elskan, það er alltaf mynd á kassanum af púsluspilinu til að gera þetta auðveldara. Hvað er á myndinni á kassanum?" "Það er svona risastór hani," segir Magga. Smá þögn. ".....Ókey, settu kornflögurnar aftur í kassann elskan og svo ..." ~ 19.11.01
Ég, Hrund og Ágústa skelltum okkur á Kaffibrennsluna á laugardaginn og fórum svo að tjútta á Sportkaffi með Andra og vini hans. Það var svaka stuð og fullt af fólki. Hátoppnum var náð með uppáhaldstjúttlaginu mínu, Can't get you out of my head m/ Kylie megabeib :) Ótrúlegt, ég sá ekki Jarlinn á Sportkaffi.... hvað kemur til???? Sleepwalker Horfði á alveg ágætis mynd í gærkvöldi. Hún heitir Sleepwalker og er sænskur tryllir. Alltaf gaman að kíkja á eitthvað svona öðruvísi.. mæli hiklaust með henni!!!! Nöldurhornið Að þessu sinni vil ég lýsa frati mínu á strák sem heitir Maggi og vinnur á Snælandsvídeó í Hafnarfirði. Fyrir viku síðan fór ég nebbla þangað til að spyrja um myndina Sleepwalker, en ég hafði rekist á hana í Myndbandablaðinu (sept. held ég). Ég fór að afgreiðslu-borðinu og beið í ca. tvær mínútur því hann var í símanum að kjafta. Svo loksins gat hann séð sér fært að veita mér aðstoð, ég spurði um myndina, hann kíkti í tölvuna og sagði "Nei, hún er ekki til" og var svo strax farinn aftur í símann. Ég skildi nú ekki alveg hvað maðurinn var að meina og reyndi að fá nánari útskýringu og fékk þá að heyra að hann hefði ekki fundið hana í tölvunni. Ég álykta það að fíflið kunni ekki að stafsetja Sleepwalker, því ekkert mál var svo að fá myndina á Fjarðarvideo sem er nottla besta vídeóleigan í bænum. Vildi nú bara koma þessu á framfæri...... ~ 16.11.01
Samkvæmt þessu, heiti ég Booger Chickenchunks!!!!! Alltaf gaman að svona vitleysu á föstudögum........ thí hí. Gummi heitir þá: Gidget Ploppybrain! Mér finnst mitt nú hafa svona meira "ring to it".... án þess að ég sé nú að metast eitthvað!!!! Það hlaut að vera að þessi trubblaði einstaklingur með jólaseríurnar hefði einhverja hagsmuna að gæta, en ég verð að játa það að þetta hvetur mig ekki til að kaupa svona seríur. Það er allt í lagi að skreyta mikið ef það er í einhverju samræmi!!! Eins og td. hitt húsið við Bústaðaveginn sem er alltaf brjálaðslega mikið skreytt, með jólasveini á skorsteininum og alle sammen, það kemur manni þó allavega í jólaskap (Ég vona nú reyndar að hann bíði fram í desember)! Það er bara stupid að skreyta mikið án þess að pæla neitt í því..... and that's that.....!!!! Takk fyrir að benda mér á þetta, elsku Egill :) Hrund mega pæja er búin að skrifa í gestabókina..... ví ví. En ég og Hrund ætlum einmitt að kíkja eitthvað á lífið á morgun, svaka stemmning. Gott að það er að koma helgi :) Núna er fólk alveg orðið galið. Ég var að keyra á Bústaðaveginum í gærkvöldi eins og svo oft áður og mér til mikillar skelfingar var búið að setja upp jólaseríur á einu húsi!!!!!! Hann hefur sko ætlað að vera fyrstur þessi og það er ekki eins og hann sé með eina seríu, heldur þrjár sem allar skipta litum, terrible!!! Annars fóru ég og Gummi í bíó í gær á The Others. Mér fannst hún drullugóð, þó það hafi nú kannski ekki gerst mikið. Hún var bara svo töff. Flott concept og svo fannst mér tónlistin algjör snilld, eða þ.e.a.s. hvernig píanótónlistin fittaði inní og gerði svo mikið fyrir myndina. Algjört möst að fara á hana í bíó ef maður ætlar að sjá hana á annað borð... ~ 14.11.01
Var að koma af hádegisfundi út í Háskólanum um fyrirhugað nám í arkitektúr. Ansi skemmtilegt þó margt sé nú enn á huldu um þetta allt saman. Gott að fá svona ólík sjónarmið á þessu, en þarna voru aðstoðarmaður rektors HÍ, deildarforseti hönnunardeildar hjá Listaháskólanum, sem einnig er arkitekt og svo kona frá arkitektastofunni Arkís. Það sem mér heyrðist að væri aðal ástæðan fyrir því hve langan tíma þetta tæki væri fjármagn, en ríkið hefur samþykkt að fjármagna námið en þó með ýmsum óraunhæfum skilyrðum sem verið er að reyna að vinna úr og einnig virðist vera einhver óvissa með samvinnuna, hvernig skiptingunni skuli hagað milli háskólanna tveggja. Vonandi kemur eitthvað gott úr þessu fljótlega en um áramótin verður ráðinn deildarstjóri í arkitektúr hjá HÍ.... ví ví. Ég vil bara þakka henni Lísu Skvísu kærlega fyrir að hafa látið mig vita af þessum fundi :) ~ 13.11.01
Vííííí........ Flugumferðarstjórar aflýsa verkfalli, sem þýðir það að ég kemst klakklaust til Edinborgar eftir 9 daga..... jibbidíjei :) ~ 12.11.01
~ 11.11.01
~ 9.11.01
Fann snilldarlega síða á netinu og get ekki slitið mig frá henni. Hún er með öllum handritunum af Friends þáttunum og er meira að segja búið að setja inn handrit fimm fyrstu þáttanna í áttundu seríu.... og ég stóðst ekki freistinguna og er nú þegar búin að lesa fjögur hí hí :) Endilega kíkiði á hana.......... ~ 8.11.01
Þetta er virkilega disgusting......... pæliði í því að vera búinn að borða 18.000 Big Mac, væri maður ekki kominn með ógeð!!!!! Æ, æ og ó, ó.... greyið Guðný!!!! En þetta hefði nú ekki gerst ef hún Guðný hefði verið í Verzló og hlotið þann heiður að hafa Baldur sem tölvukennara. Því þá væri búið að stimpla inn í hausinn á henni "alltaf að seiva reglulega" og "diskettur eru drasl"....... ~ 7.11.01
Þetta finnst mér þetta alveg ótrúlega fyndið!! Sjálf skil ég td. ekki hvernig er hægt ad bjóða Sony DVD spilara á 10.000 kr., Nokia 8310 á 5.000 kr. ásamt hræódýrum sjónvörpum, örbylgjuofnum o.fl. Þetta er eitthvað fishy!!! Fyrir utan það að þetta er bandarísk keðja og Bandaríkjamenn eru td. með allt annað sjónvarpskerfi heldur en við og veit ég að ef þú ætlar að kaupa PAL sjónvarp í BNA þá er það rándýrt. Annars þarf fólk að borga 5.000kr. fyrir að fá listann (og til að geta verslað) og heyrði ég í gær að 3000 manns væru búnir að skrá sig. Það gerir hvorki meira né minna en 15 milljónir, það er nú ekki slæmt beint í vasann..... en við skulum nú ekki vera að ásaka fólk að ástæðulausu. Þetta eru bara svona smá pælingar........ Var að uppgötva eitt alveg frábært fyrir vinnandi konu eins og mig. Þetta verða ótrúlega löng jól með tilliti til þess að 22. og 23. des eru helgi og einnig þá 29. og 30. des. Það er algjör snilld að fá frí þessa daga, eitthvað sem maður er ekki vanur, þetta þýðir það að það eru ekki nema tveir vinnudagar milli jóla og nýárs. Í raun er þetta líka gott fyrir þá sem fá sér vinnu í búð eða e-ð yfir jólin, því þá eru þessir helstu dagar allir á yfirvinnukaupi..... Nú fer að koma jólafílingur í mann..... HÓ HÓ HÓ Fékk mér pastabakka í hádeginu.... long time no seen. Reminds me of old times, sérstaklega Lísu :) Ótrúlegt hvað það virðist langt síðan maður var í Verzló.......... Hrund pæja kom í heimsókn til mín í gærkvöldi. Hún var einmitt út í London um helgina með vinnunni, svaka stuð. Fór meira að segja á fótboltaleik Chelsea - Ipswich! Sniðugt að fara til útlanda og horfa á Eið Smára á móti Hermanni Hreiðarssyni :) Eins og ég sagði kom hún í heimsókn í gær og færði mér smá gjöf, diskinn úr Moulin Rouge... ekkert smá góð :) Hann er alveg yndislegur alveg eins og myndin og auðvitað Hrund fyrir að færa mér diskinn... Voðalega er fólk eitthvað viðkvæmt fyrir þessum Survivor umræðum!!!! Það var enginn að tala um að hætta að horfa, það er bara ekki sami fílíngurinn yfir þessu! Hver veit, kannski fer þetta batnandi, kannski ekki en auðvitað fylgist maður með. Sjálfri finnst mér reyndar þessi fótboltagaur hálf sorglegur og Silas (kúrekinn) aðeins of cocky!! En kannski þegar maður kynnist keppendunum betur finnur maður einhvern til að halda með......... ~ 6.11.01
Ég gæti ekki verið meira sammála honum Þóri með Survivor. Það er enginn þess verður að fylgjast með í þessu þó það séu í raun alltaf sömu týpurnar gegnum gangandi í seríunum. Eins og hvað er málið með það að einu tveir svörtu karlmennirnir sem hafa verið í þessum þáttum eru báðir körfuboltaþjálfarar!!! Gervase í fyrstu seríunni og nú Clarence, það er nú frekar púkó. Svo finnst mér þrautirnar í þættinum hafa snarversnað. Þessi með blóðið og mjólkina í gær var nú kannski allt í lagi en þessi í fyrsta þættinum þar sem þau voru að draga kerruna var nú bara humiliating, þau voru dettandi fram og til baka og svo hin þrautin í gær með fimm stangirnar var eitthvað hálf asnaleg líka. Það er bara ekki sami fílíngurinn yfir þessu þegar maður er búinn að horfa á tvær seríur áður. En það er þrususkemmtilegur þáttur á Stöð 2 sem heitir Amazing Race. Það er svona reality show, en fólk er ekki neitt til að svelta eða éta eitthvað ógeðslegt. Þetta voru ellefu "pör" til að byrja með, sumir kærustupar, vinir, mæðgur o.s.frv. Þau ferðast um heiminn og síðasta parið til að komast á ákveðin check-point eru úr leik og það par sem vinnur fær milljón dollara. Þau eru búin að fara á ansi skemmtilega staði. Byrjuðu á að fara hjá Viktoríufossum þarna í suður-afríku (held ég) fóru svo til Parísar þar sem þau fóru í effelturninn til dæmis, svo til Suður-Frakklands og voru síðast í Túnis og fóru þar á stað þar sem var tekið upp atriði í Star wars: The Phantom Menace. Ótrúlega flott!!! Auðvitað er svo eitt gay team, og kalla þeir sig "Team Guido" eftir hundinum sínum, þeir eru alveg óþolandi. En ég mæli samt endilega með þessum þætti, mig minnir að það séu 6 pör eftir núna og hann er í kvöld..... víííííí Þessi æðislega sætu mynd fann ég á tilverunni :) Það er fullt af allskonar sætum myndum þar núna og ýmislegt annað of course. Ég fór í IKEA um helgina og keypti mér æðislega sniðugan geisladiskastand, eða í rauninni er þetta bara eins og mjó hilla sem tekur 180 diska. Ég var farin að vera með geisladiska út um allt, þannig að það var ekki vanþörf á að gera eitthvað í því. Það er líka hægt að nota hilluna fyrir DVD myndir og vídeóspólur bara með því að færa til hillurnar inní, gasalega sniðugt!!! Annars fór ég líka í Bónus fyrst ég var þarna, en ég var búin að steingleyma afhverju ég fer aldrei í Bónus og rifjaðist það fljótt upp fyrir mér. Það er alltaf super crowded þarna og helmingurinn gamalt fólk, það er ekkert til þarna og svo loksins kemur maður á kassann og þá er svo hröð afgreiðsla að maður hefur varla við. Frekar held ég nú áfram að fara í Fjarðarkaup!! ~ 5.11.01
Loksins er ég búin að koma upp archive þökk sé Þóri. Nefni ég hann hér með mikinn öðling og snilling. Það er nú eitthvað að aukast aðsóknin gestabókina, en þó eru aðeins þrír búnir að skrifa: Þórir, Viktoría og Egill. Endilega ekki vera feimin :) Viktoríu vil ég þakka fyrir vel skrifuð orð og mun ég íhuga að reyna að skrifa aðeins meira um helgar. En þar sem ég er við tölvunni alla virka daga í vinnunni er ég frekar löt við að kveikja á henni um helgar...... but I'll try!! Ég er nú orðin dáldið móðguð út í Magga og Möggu fyrir að vera ekki enn búin að bæta mér í tenglalistann sinn. Þetta er óásættanlegt og mun ég fjarlægja þau innan fárra daga ef þau sjá ekki að sér..... urrrrrrrr...... brrrr...... ég fæ bara hroll við að kíkja út um gluggann...... Þetta er nú ótrúlega jóló en það er nú bara 5. nóvember!! Mér finnst svo leiðinlegt að skafa af bílnum á morgnanna að ég myndi helst ekki vilja fá snjó nema rétt yfir jólin. ~ 2.11.01
mmmm...... yndislegt að það skuli vera komin helgi. Ég hlakka ekkert smá mikið til að sofa út í fyrramálið :) Mér finnst nú óttalega lélegt af honum Hauki að ætla ekki að halda upp á afmælið sitt strax!! Þetta kallar maður sóðaskap sem sæmir ekki sönnum hönk!!! En ég óska honum nú samt innilega til hamingju með að verða tvítugur og sendi honum stóran koss :) með von um að hann haldi fljótlega upp á afmælið sitt!!! Gummi afró bara kominn með síðu..... best að bæta honum í tenglana og vonandi verður eitthvað almennilegt bull frá honum (annars á ég ekki von á öðru) ~ 1.11.01
Hí hí.... Þórir er eitthvað að þykjast vera sorry yfir að Buttercup skuli ekki hætta og svo skrifar hann í gestabókina hjá þessari svakalega "frægu" hljómsveit, sem á eftir að gera Þórir frægan.... hí hí Nöldurhornið Djöfull HATA ég gamalt fólk í umferðinni!!!! Ég var nebbla að keyra í gær á Bústaðaveginum og var ekki þessi gamla kelling fyrir framan mig á ameríska kagganum sínum, keyrandi á 35 og alltaf bremsandi upp úr þurru. Það ætti að láta fólk taka stöðupróf svona um sjötugt, eða bara um leið og það fer á eftirlaun... er það ekki annars um 67 ára??? Mitt ökuskírteini rennur einmitt út 2051, þegar ég verð einmitt sjötug og hef ég ekki í hyggju að endurnýja það ef ég get ekki keyrt almennilega... og hana nú!! Ég og Hrund pæja skelltum okkur í bíó í gær á Moulin Rouge í smáranum, og fannst mér hún alveg yndisleg! (Og er ég nú ekki mikið fyrir svona söngmyndir). En ekki skemmdi fyrir hvað Ewan McGregor er gífulegur hönk :) Á imdb.com fær hún einmitt 8.3 í einkunn, ekki slæmt!! Ewan McGregor söng svo vel að ég fékk alveg þvílíkan hroll þegar hann söng Elton John lagið (Your Song). Þetta var nú í fyrsta sinn sem ég fer í Smárabíó og leist bara helv*** vel á. Nóg pláss fyrir fæturnar og hægt að halla sætisbakinu........ Very nice, tvímælalaust besta bíóið! |