!Buenos dias!



gestabókin mín :)

tenglar

strumpurinn
ragnheiður
andri beibí
hafdís ósk
sigga beib
egill hönk
viktoría
svan
vera
lísa

dröfn

ýmislegt

thí
ntí
b&l
imdb
google
batman
tilveran
garfield
shanghai
bumsquad
guðbrandur
html-goodies
spámaðurinn

vefhringur

< ? iCeBloG # >

gamalt

~ 29.4.02
 
tenglar
smá uppfærslur í gangi í tenglunum..... langar reyndar að bæta inn fullt af öðrum síðum sem ég kíki stundum á en kann ekki alveg við það þar sem það er fólk sem ég þekki ekki boffs!!! Ég ætla svona aðeins að sjá til allavega hvad jeg gorer :)
 
Leti...
Ég verð nú víst að afsaka þessa gríðarlegu bloggleti sem ég hef haft undanfarna daga, en það er kannski bara vegna þess að ég er búin að vera svo hyper á öðrum sviðum. Það er nebbla algjör snilld að vera ekki í prófum núna en þar sem þetta er fyrsta próflausa vorið mitt er ég búin að vera að nýta það til fullnustu :) Á síðasta vetrardag fór ég því ekki leirnámskeiðið heldur fór ég á pöbbarölt með Hrund og Lindu. Við byrjuðum á því að fá okkur á borða á stað sem heitir Mekong og Linda fer oft á. Þar er massagóður og ódýr matur!!! Gaurinn sem var að vinna þarna (eða á þetta) minnti mig óneitanlega á gaurinn með comb-overið í Laugarásvídeó... Síðan lögðum við nú barasta hjá Stjörnubíói og trítluðum af stað niður laugarveginn og klukkan var ekki einu sinni orðin tíu!! Komið var við á nokkrum pöbbum, misskemmtilegum auðvitað en það var nú ansi mikið líf í bænum þótt nóttin væri ung :) Verð ég bara að vera stollt af því að við löbbuðum alla leið niður á torg og alla leið upp aftur.. mikið afrek það!!!
Fimmtudeginum man ég barasta ekkert eftir.. daddara.... en á föstudagskvöldið fór ég með Hrund pæju á óvissusýningu í Smárabíó. Í boði voru: Star Wars: Episode II, Spiderman, The Panic Room og The Sweetest thing. Fyrst kom Lucasfilm merkið á skjáinn og þá heyrðist í öllum strákunum.. yesss... en audda var þetta bara kynningin!! Thí hí hí :) Síðan byrjaði þessi yndislega chickflick "The Sweetest Thing! Hún var algjört æði en það voru nú nokkrir gæjar sem flúðu rétt eftir að sýning hófst... gott á þá!
Á laugardaginn skellti ég mér með múttu í smárann. Markmið dagsins var að kaupa gallabuxur en neiiii.. þrátt fyrir að hafa mátað fullt af þeim endaði ég á því að kaupa mér 3 boli :) alltaf gaman að sjoppa og síðan var nú bara chillað yfir A.I, ég ætla ekki að tjá mig um það hvernig mér fannst hún sökum þess að hafa misst dáldið af endirnum.. úppsídúpsí :o
Í gærkvöldi fór ég svo aftur í bíó með Hrund pæju en hún hafði unnið miða á Frailty og bauð Erlu sinni með. Hún var nú ekkert sérstök að mínu mati, gerðist ekki mikið svosem en í held ágætis flik. Jæja þá er hér komið smá update og vona ég að þessi bloggleti snarminnki hérmeð.......
~ 24.4.02
 
Gærkvöld
Það var ýkt gaman á balletsýningunni í gær, gaman að sjá fullt af litlum krúsídúllum þarna alveg niður í fjögurra ára, þetta voru nú eiginlega bara stelpur nema það var 1 strákur af ÖLLUM hópnum, sá nú Billy Elliot soldið fyrir mér :) Svo kíktum ég og Hrund aðeins á kaffihús eftirá, reyndum nú að plata stelpurnar með en allir eru svo busy að læra... ég er ekkert smá fegin að sleppa við það núna, cósý að geta bara notið vorsins svona einu sinni :) Við fórum á Hverfisbarinn og það var bara svaka fínt, dáldið kalt þar inni samt. Kannski ekki skrítið miðað við alla gluggana.... daddara
~ 23.4.02
 
Ballet
Ég er að fara með múttu á balletsýningu í Borgarleikhúsinu í kvöld, litla frænka mín hún Bessí Þóra er nebbla í ballet og það er svona nemendasýning hjá balletskólanum hennar. Hlakka ýkt til, verður örugglega ekkert smá gaman og dúlló :)
 
CSI
Var að horfá þennan snilldarþátt í gær og all of the sudden kemur bara SigurRósar lag í miðjum þætti þegar aðaldúdinn er að skoða e-ð lík! Það fyndasta er nebbla að það hefur held ég aldrei verið svona lag undir í miðjum þætti!! Annars horfði ég audda líka á Survivor og var þá ekki sú sem ég hélt með bara rekin út, ekkert smá ömurlegt því það eru engir skemmtilegir karakterar í þessu lengur. Ég skil ekki afhverju þau ráku ekki frekar út Kathy þó hún hafi verið búin að vera lengur með þeim í liði þá var hún bara miklu leiðinlegri og er alltaf að klúðra einhverju, en svona er þetta bara......... maður heldur nú samt áfram að fylgjast aðeins með þessu og svona :)
~ 22.4.02
 
Armbandsframhaldssagan...
heldur áfram því það var sko ekki tilbúið á föstudaginn.... %&*"#$" og fer nú bráðum að sjóða upp úr hjá mér.....
 
Helgin
Það var sko svakalegt stuð hjá mér í óvissuferðinni á laugardaginn. Var komin hingað upp í B&L um 9 leytið, rosalega dugleg og var þá sett í renault liðið en það var öllum skipt niður í 5 lið eftir tegundunum sem sagt, renault, hyundai, bmw, artic cat og land rover og fengu allir derhúfu með sínu liði á. Svo var haldið af stað með rútu og keyrt ýmsar krókaleiðir til að rugla okkur í rýminu en endað svo niður á Reykjarvíkurtjörn þar sem við gáfum öndunum :) Mér leið nú þá eins og ég væri nú á hálfgerðum vernduðum vinnustað þar sem útlendingarnir voru farnir að taka myndir af okkur og allt saman (þeir hafa kannski haldið að þetta væri bara eðlilegt rétt rúmlega 9 á laugardagsmorgni!!) Síðan lá leiðin í fjölskyldu & húsdýragarðinn þar sem við tók um klukkutíma ratleikur þar sem hvert lið fékk sinn gsm síma og átti og svo að leita að vísbendingum á hverjum stað sem innihélt símanúmer, hringja í það og fá þá spurningu og upplýsingar um næsta stað, þetta var þvílíkt stuð og auðvitað vann mitt lið :) Reyndar var einn líka svo rosalega hyper í okkar liði að hann hljóp nú bara stundum á undan okkur og kom okkur svona í keppnisstuð. Þegar þessu var lokið lá leiðin upp í Háskólabíó þar sem okkur var boðið upp á sjávarréttasúpu og hvítlauksbrauð í kaffiteríunni niðri hjá sal 5 og svo fengum við einn bjór í nesti (var nú reyndar búin að fá mér smá öl áður eftir allt erfiðið í ratleiknum) Svo settumst við nú inn í sal 4 og horfðum á myndina John Q. Hún var nú bara alveg ágæt þó það hefði nú kannski verið sniðugara að hafa einhverja gamanmynd í staðinn fyrir drama eins og þessa, reyndar hef ég nú aldrei verið mikið fyrir hann Denzel Washington en hann var nú bara alveg ágætur í þessari, ég á nú eftir að sjá Training Day, kannski batnar álitið þá. Í hléi fengum við svo öll popp og kók sem er nú tilheyrandi í bíóstemmningunni :) Þegar myndin var búin um tvöleytið voru svo þeir makar sem ætluðu með sóttir upp í B&L en fram að þessu var þetta makalaust!! Þá var nú aðeins stoppað fyrir utan og teygaður einn bjór eða svo og eftir það lá leiðin til Hveragerðis þar sem skoðaður var Garðyrkjuskólinn. Fyrir mína parta var það nú kannski daufasti partur ferðarinnar þó mörgum öðrum hefði þótt það mjög áhugavert en þar fengum við nú kaffi, kleinur og gulrótarköku sem var svaka fínt. Eftir það lá leiðin á Selfoss þar við stoppuðum á einhverju plani þar og nú kepptu liðin í því að búa til hlaupahjól úr þrem spýtum og tveimur hjólum og svo var keppt í boðhlaupi á þeim, farnar voru tvær umferðir og auðvitað vann mitt lið í bæði skiptin og mætti því segja að við höfum verið ótvíræðir sigurvegarar dagsins.. jíhaaa :) Þegar þessu var lokið var klukkan um sjöleytið þá fór ég ásamt nokkrum öðrum í sund á Selfossi meðan hinir biðu á Rauða Húsinu á Eyrarbakka eftir okkur. Flest vorum við nú mjög spök í sundi nema einn strákur sem mætti í sundbol sem var ekkert smá fyndið en varð það nú til þess að hann endaði á að verða rekinn upp úr greyið, hann skjagaði nú reyndar smá líka. Það var ekkert smá frískandi að fara í sund og þá gat maður líka frískað aðeins upp á makeupið og svona en eftir það lá leiðinni á Eyrarbakka til að sækja hitt fólkið og var svo haldið áleiðis á Stokkseyri þar sem við borðuðum á þessum svaka fína stað, held hann heiti "Við fjöruborðið" og fengum þennan líka dýrindishumar. Allir æðislega subbulegir en það þurfti nottla að taka þá úr skelini og allesammen, enda fengum við sko ekki servéttu heldur viskustykki!!! Þaðan var svo farið um 22:30 og var þá stoppað aftur á Selfossi á pöbb sem heitir Pakkhúsið sem er nú dáldið fyndið þar sem það var laugardagskvöld og hefðum við ekki verið þarna til að halda uppi stuðinu þá hefðu verið sirka 3 manneskjur þarna inni!! Þar var mikið dansað og haft gaman, gaman og síðan var haldið í bæinn um miðnætti. Gummi var nú ekki með mér þannig að ég ætlaði nú að kíkja aðeins í bæinn með strákunum á verkstæðinu. Við stoppuðum hér upp í B&L og ég fór þá inn með sunddótið og svoleiðis og hafði ég einnig skilið eftir jakkann minn og stígvélin svo ég gæti farið aðeins huggulegri í bæinn heldur en á strigaskónum :) Svo þegar ég var búin að þessu þá var bara rútan farin :( en sem betur fer var ég nú ekki ein hérna eftir, heldur vorum við 5 hérna eftir og fékk ég þá far niðrí bæ á þessum yndislega sæta nýja MINI cooper (mig langar svoooo í svona bíl) sem hann Gummi í vinnunni hjá mér á, en ég fór eimitt með honum og einum kalli niðrí bæ. Ég læt þá ráða ferðinni og var þá kíkt þá á Kaffibarinn og síðan á Kaupfélagið. Ég hafði nú aldrei komið á þessa staði áður og fannst mjög gaman að fylgjast með fólkinu, en á Kaffibarnum var svona pönkara uppa lið og á Kaupfélaginu var nú bara svona plain uppa lið!!! Meira að segja sá ég hana stóra rass, kærustuna hans Friðriks Wisdjfælksjfs samkvæmt séð og heyrt. Eftir smá stund þar skildi ég þá nú barasta eftir og fór og hitti Hrund, Maríu og Þórunni og fór með þeim á Vídalín en þar er einmitt kærastinn hennar Þórunnar að vinna, þar var nú aðeins tjúttað og svo keyrðu Þórunn og kærastinn hennar mig heim. Þetta var því meiri dagurinn og fannst mér nú bara ótrúlegt hvað ég var lítið þreytt þegar ég kom heim og líka hvað ég var ótrúlega hress í gær miðað við allt áfengið sem ég innbyrti yfir daginn!!

Annars áttum ég og Gummi svo 3ja ára afmæli í gær.. vei vei :) Mér finnst það ekkert smá ótrúlegt að við séum búin að vera saman í þrjú ár.. Váááá hvað maður er orðinn gamall. Höfðum við það því bara svaka kósý saman, lágum heilllengi upp í rúmi, horfðum á smá Friends og fengum okkur svo brauðstangir á Pizza Hut.. mmmmmmm :)

Má því segja að þessi helgi hafi barasta verið alveg brilliant!
~ 19.4.02
 
Buxur
Gerði heiðarlega tilraun í hádeginu til að versla mér gallabuxur. Mátaði fullt af buxum og einar sérstaklega flottar, og mátaði svo auðvitað nokkra boli með. Það eina sem ég endaði svo á að kaupa var bolur!!! Ástæðan?? Jú, buxur vilja sjaldnast passa á mig. Eins og td. einar buxurnar sem voru svona frekar lágar í mittið og smá út að neðan fyrir utan það að þær voru allt of stuttar as always og þegar ég fór í næstu stærð fyrir ofan voru þær nottla orðnar of víðar en samt en of stuttar. Þess vegna er svaka sniðugt system í TopShop en þar er hægt að fá buxur í "extra long". Svoleiðis finnst mér að ætti að vera allstaðar!! Er virkilega svona afbrigðilegt að vera með langar lappir eða hvað???
 
Ungfrú Reykjavík
Ég er sko alveg hætt að skilja þessar keppnir...... en samt finnst manni alltaf jafn gaman að horfa á þær :) Mér finnst nú alltaf skemmtilegast að sjá þær í kjólunum. Mér fannst leiðinlegt að Elín Svafa skildi ekki lenda í neinu sæti og ekki skildi ég hví þessi vann. Er það ekki annars rétt hjá mér að þetta var sú sem Mike Tyson gaf kjólinn þegar hún fór með mömmu sinni til New York eða eitthvað alveg hræðilegt. Hann bauð henni svo út að borða en hún þáði það nú ekki....... Hvaða heiladauða persóna þiggur eitthvað frá dæmdum nauðgara?????? Fyndast fannst mér nú þegar tískusýningin frá Mangó var og ein stelpan var í eins kjól og kynnirinn!!!! Múhhhaaaaaaaaaaaaaaa!!! Bæði þessi í öðru og þriðja fannst mér reyndar mjög sætar. Ég var nebbla drullusniðug og tók upp keppnina því ég var á námskeiði og þá gat ég spólað yfir ölllu leiðinlegu atriðin (eins og td. töframanninn) og auglýsingarnar. Setti nú aðeins á play þegar jasmín atriðið kom og það var nú meiri viðbjóðurinn!!! Til hvers var hún eiginlega með þetta míkrófóna drasl á hausnum þegar það var svo gjörsamlega augljóst að hún var að mæma þetta.... pjúk pjúk pjúk :Þ !!!! Ég var nú fljót að setja aftur á ffw :) Ég skil ekki afhverju þeir geta aldrei haft nein almennileg skemmtiatriði á þessum keppnum. Ég fór einmitt og horfði á keppnina fyrir 2 árum en þá var Herdís vinkona hans Gumma að keppa. Því miður var þetta ekki sýnt í sjónvarpinu þá og því voru dómararnir forever að ákveða sig og var þetta ekki búið fyrir um 2! Þá voru einmitt ekki skárri skemmtiatriði, eitthvað spinning drasl og svo harna man ekki hvað þeir heita, Brooklyn five eða eitthvað svoleiðis. Mikil framför að þetta er komið í sjónvarpið :)
~ 18.4.02
 
Jíhaaaa
Hún var að hringja aftur úr búðini og e-n veginn náði að redda þessu svo ég get barasta náð í armbandið hans Gummalings á morgun.. ví ví :)
 
Nag, nag, nag
Ég er í svo miklu nöldurskapi því allt virðist endalaust ganga á afturfótunum þessa dagana. Það er alltaf jafnvondur matur í vinnunni eða ég er bara komin með ógeð á honum og neyðist því víst til að fara út og fá mér eitthvað. Þess má geta að það er heitur matur tvisvar í viku og á þriðjudaginn var plokkfiskur og í dag eru kjötbollur.... ullabjakk en allir hafa víst sinn smekk :Þ Armbandið hans Gumma sem ég gaf honum einmitt í afmælisgjöf rétt eftir við kynntumst fór í viðgerð um daginn sökum þess að festingin var ónýt, reyndar fór það varla í viðgerð um daginn heldur fyrir 2 mánuðum síðan og það virðist vera svaka case að fá þessa helv*%& festingu þrátt fyrir það að ég hafi nú farið með það í búðina þar sem armbandið var keypt. Ég er búin að fara þangað þrisvar og alltaf er það einhversstaðar annarsstaðar og verið að bíða eftir festingunni og blablabla og síðast hringdi ég núna áðan og enn er sama keisið. Alltaf þarf ég að endurtaka alla söguna því gúbbífiskaminni virðist vera algengt á þessum bæ en nú ætlar konan þó að fá armbandið aftur og ath. aðrar leiðir. Síðast lofaði hún mér þó afslætti sökum allrar biðarinnar en það er þó spurning hvort hún muni eftir því þegar ég loksins fæ armbandið aftur!!! Daddara....
~ 17.4.02
 
símalína
Var að reyna að hringja í gsm síma sem slökkt var á og viti menn, það var barasta kominn ný kjelling sem sagði "Í augnablikinu getur verið slökkt á farsímanum, hann utan þjónustu svæðis.... blablabla" Þessu bjóst ég ekki við og sá fyrir mér sem eins konar svona everlasting sama röddin, rétt eins og þegar maður hringir í klukkuna......... kannski er einhver spennandi skýring á þessu.. daddara!! Persónulega fannst mér gamla röddin skemmtilegri, kannski bara af því að maður var orðin svo vanur henni. En eitt finnst mér dáldið skrítilrikkí og það er að þegar maður hringir og fær "Þetta númer er á tali". Það er í sjálfum sér ekki skrítið heldur það að stundum kemur gamli góði talsóninn eða reyndar bara oftast og svo heyrir maður einstaka sinnum "Þetta númer er á tali". Er þetta kannski bara þegar maður hringir úr landlínusíma í annan landlínusíma???? Það myndi allavega skýra málin, því það gerir maður nú ekki svo oft nú til dags.
Jæja þetta var nú barasta ágætis röfl um allt og ekki neitt og best kannski að vinna aðeins í vinnunni áður en maður fer nú heim :)
 
það er nú orðið dáldið síðan maður hefur tekið svona quizzzz...





which children's storybook character are you?

this quiz was made by colleen






which 80s hair band are you?

this quiz was made by colleen

 
bíó
Fór í háskólabíó í gær með Gumma, Jónsa og Gerði og sáum einmitt Mulholland Drive eftir David Lynch. Hún var ekkert smá skrítin og veit ég eiginlega ekki hvernig mér fannst hún einu sinni.. mjög skrítið!! David Lynch gerði einmitt td. Twin Peaks sem var nú alveg fucked up, byrjaði vel og fór svo út eitthvað rugl. Svo gerði hann líka Lost Highway sem að mig minnir að hafi verið mjög góð.. ætla nú að horfa á hana bráðum því ég man svo lítið eftir henni fyrir utan að það var þá sem ég fékk áhuga fyrir Rammstein :)
~ 15.4.02
 
ó mæ god!
Horfði á paraþátt Viltu vinna milljón í gær og meirihlutinn af fólkinu leit út fyrir að eyða vinningsfénu á McDonalds!!! Hvað er að koma fyrir þjóðina, líkjumst við Bandaríkjamönnum meir og meir með hverjum degi eða hvað??? Verðum kannski bara næsta stjarnan á fánanum þeirra... ullabjakk vona nú ekki!! Mig langar sko ekki í stóran feitan hamborgarass og finnst mér alltaf jafn fyndið þegar hún Katrín sem ég kíki stundum á er að gera grín að djúpulaugargellunni :)
 
Sögur af Pjakk
Pjakkur er elskulegi bíllinn minn sem er búinn að standa sig eins og hetja frá því að ég fékk hann. En hann virðist reyndar vera orðinn gamall og lúinn greyið :( Ég fór loksins með hann í skoðun í síðustu viku.. voða voða dugleg (var enn með 01 miða.. úpsí), en reyndar fékk hann bara endurskoðum því handbremsan er biluð greyið en það var eins gott að ég fór með hann þá því ljósin eru nú farin að verða eitthvað skrítin, kvikna þegar þeim langar til og svo í gærkvöldi dó önnur rúðuþurrka og guess what.... auðvitað var það þurrkan bílstjóramegin!! Þeir ætla nú að reyna að redda því fyrir mig bara í dag en maður fer svona að spá hvenær það borgar sig að skipta??? Ég tími ekki að kaupa mér bíl þar sem ég ætlaði að reyna að eiga einhvern pening þegar ég færi í skóla, svo tekur skatthelvítið einhver 70 og eitthvað þúsund en maður tímir heldur ekki að gera við gamla Pjakk endalaust....... spurning smurning!!!!!!!!
 
Úff!!
Þá er önnur helgi búin og vááá hvað það var étið mikið um helgina. Á laugardaginn fórum ég og Gummi út að borða á stað sem heitir Madonna og er á Rauðarárstígnum, rosalega cósý staður. Þar fékk ég mér þetta dýrindis lasagna... mmmmm og svo í gær fórum við í afmæli hjá dóttur Gunna bróður, henni Maríu Rós sem var einmitt 7 ára í gær.. ví ví. Þar var endalaust mikið gott að snæða.. heitir réttir, kaloríubombur, pizza og fleira og ekki nóg með það daddara heldur fór ég svo með múttu í fermingu hjá einhverju fólki í pabba ætt BEINT eftir afmælið og var þá ekki bara kalkúnn með sósu, kartöflugratín, salat og svo auðvitað kransakaka og fleira girnó!! Ég borðaði semsagt fyrir vikuna í gær..........

BMW
...annars var ekkert smá gaman í gærmorgun! Ég, Gummi og Jóhann frændi fórum á svona BMW ökunámskeið þar sem við vorum að þjösnast á glænýjum BMW-um, taka nokkra hringi í botni, prufa síðan bremsurnar með því að gefa bílinn í botn og stíga svo bremsuna alveg niður. Þetta var alveg mergjað, það var Finni sem var að kenna þetta og við vorum allan tímann á nýjum 525i bíl... massaflottur. Annars veit ég að hann Anton fór líka á þetta, eða ætlaði allavega og Bjarki fór líka. Væri forvitnilegt að vita hvernig þeim fannst?? Þetta var aðallega ætlað fyrir BMW eigendur en ég tróð mér þar sem ég var að sjá um skráninguna og svona.. thíhí. Sé sko ekki eftir því :) Núna skilur maður líka afhverju BMW kostar svona mikið!! Það er nebbla svo endalaust mikið af einhverju extra stöffi sem er svo mikil snilld. Eins og td. þegar maður er á fullri ferð, bremsar svo alveg niður og beygir í leiðinni.... hmmm ég sæi mig í anda gera þetta á honum Pjakk mínum :)

Annars var nú bara chillað um helgina, gat ekki hugsað mér að fara út á lífið eftir þynnkuna síðustu helgi!! Enda er ég líka að fara í óvissuferð í vinnunni næstu helgi, það verður örugglega svaka stuð, stanslaust prógram frá 9 um morguninn til miðnættis og svo pöbbarölt á eftir (eins gott að fara hóflega í drykkjuna :) ) sérstaklega líka þar sem ég og Gummi eigum svo 3ja ára afmæli á sunnudeginum......
~ 12.4.02
 
hrekkur
Þetta er algjör snilld, rakst á þetta út frá síðunni hans Brjánsa nágranna :)
~ 9.4.02
 
Survivor
Djöfull var ég sátt við að loksins var þessi helvítis belja kosin út og svo væri fínt að losna við svarta fólkið sem heldur að það sé þrælar af því að það þarf að vinna eins og hinir.... duuuhhh!! Annars held ég að ég haldi nú bara mest með þessari dökkhærðu í Maraamu sem ég man nú reyndar ekkert hvað heitir. Mér finnst hún bara svona mest likeable. Godfather gaurinn finnst mér líta út fyrir að vera eitthvað hálf tregur greyið, held það sé definately eitthvað mikið að honum.
 
jíhaaaaa....
Það var verið að hringja í mig frá Tal, ég sendi nebbla inn logo á vefinn hjá þeim og vann svo barasta fyrir bestu myndina :) Sjá hér! 10.000 kr. inneign, ekki slæmt!
 
lazy girl
ég er ekkert búin að vera smá löt að pósta hérna. Ég er bara svo drullufegin að vera loksins búin að skila þessari möppu þó manni finnist maður kannki aldrei beint tilbúinn til þess. Ég gerði nottla eins og sannur íslendingur og skilaði henni rétt fyrir 17 á föstudaginn (en skrifstofan og skilafresturinn rann út einmitt þá) og þá var auðvitað röð út að dyrum!! Hitti ég þá einmitt einu tvær manneskjurnar úr Verzló sem ég vissi að ætluðu að sækja um í Listaháskólann. Ég var númer 80 í arkitektúrinn og ætli það hafi þá ekki komið um 100 möppur í total, en það eru einmitt svona 16 - 18 manns sem komast inn (skemmtilega litlar líkur). Eftir mikið stress þessa tvo daga ákvað ég nú að taka því rólega á föstudaginn og ég og mútta skelltum okkur bíó á A Beautiful Mind. Hún er ekkert smá góð og finnst mér Russel Crowe leika alveg snilldarlega í henni. Síðan fórum við meira að segja aðeins á kaffihús og auðvitað varð kaffi Puccini fyrir valinu en þeir eru alltaf með svo yndislega gott kaffi. Gaurinn bjó til eitthvað svaka gott cafe latte fyrir mig með hunangi og einhverju fleira... mmmmmmm.... og svo fékk ég rosalega góða daimköku :)

Reunionið
Síðan var nú hið svaðalega reunion. Ótrúlegt hvað sumt af þessu fólki hefur ekkert breyst!!! Annars var nú bara fínt að catch up með sumum af stelpunum sem maður hefur nú ekki mikið hitt og svona, síðan þegar maður var nú kominn með hálfgert overdose af þessu fólki þá var haldið í bæinn. Ég og Hrund fórum á Vídalín með tveim stelpum en kærasti annarar vinnur þar.... Váááá hvað ég var að klepra þarna inn. Hljómsveitin Buff var að spila (Jesús Pétur og co.) og ég var nú ekki alveg að fíla húmorinn hjá þeim þarna. Við forðuðum okkur því og ætluðum nú að prufa eitthvað nýtt (s.s. ekki sportkaffi as ususal)!! Þá hittum ég og Hrund, Andra baby og ætluðum á Nasa. Svo þegar við vorum kominn inn blöskraði okkur illilega... það kostaði 1500kr inn!!!!!!!! Og guess what.... við enduðum á Sportkaffi og það var nú bara svaka stuð :) Síðan voru nú teknar nokkrar magaæfingar á sunnudagsmorgninum (ekki sjálfviljugar by the way) en harðsperrurnar sýndu nú að eitthvað var tekið á. En það var æðislegt að liggja upp í sófa allan sunnudaginn og þurfa ekki að hafa áhyggjur af einu né neinu. Svo fékk Gummi líka lánaðan myndvarpa yfir helgina þannig að það var eins og maður væri í bíói. Kíkti aðeins á ultimate þynnkumynd, Pretty Woman og svo um kvöldið horfðum við á Armageddon því það er svo flott að horfa á hana í svona stórri mynd og hækka aðeins í græjunum!
~ 3.4.02
 
Jæja, smæja....
Nú ætla ég sko að taka mér frí á morgun og hinn og reyna að klára þetta möppu umsóknardæmi, ég er orðin svo tens eitthvað að ég verð ekkert smá fegin þegar ég er búin að skila inn möppunni, sama hvernig það fer nú allt saman en auðvitað vonar maður það besta.

Svo er nottla reunionið á laugardaginn sem virðist ætla að vera svaka stuð. Það verður meira að segja byrjað snemma en hún Hrund pæja ætlar að bjóða nokkrum píum í heimsókn um sexleytið. Var nú að spá í að klippa af mér neglurnar fyrir leirnámskeiðið í kvöld en ætli maður haldi þeim ekki svo maður verði huggó um helgina :)

Það var ekkert smá gaman á leirnámskeiðinu síðast. Gerði tvær skálar og eina styttu, var að spá í að gera kannski kertastjaka eða e-ð annað sneddý í kvöld. Það eru ýkt fínar tjellingar þarna með mér og Evu Mjöll (Eva er með mér á formfræði námskeiðinu og sagði mér frá þessu leir dóti). Allar rossssa hyper. Ein var síðast að gera flísar til að setja á vegginn hjá sér og svo voru flestar að gera einhverjar humangus skálar eins og eru voða popular núna. Eitt finnst mér mjög fyndið, við erum þarna 8 tjellingar á námskeiðinu, ég og Eva yngstar, svo eru flestar um 30 en elsta í kringum 50 ára. En the funny part is að af okkur átta erum við 6 sem reykjum!!!! Það er ekki voða algengt að það sé meirihlutinn sem reykir.......

Ha, ha, ha
Mikið af fólki virðist hafa keppst við að láta aðra hlaupa 1. apríl og rakst ég á þetta aprílgabb í dag á netinu á síðunni hans Antons. Mér fannst þetta nú nokk fyndið en ég verð ég nú að hryggja hann Anton að því miður fékk ég nú barasta ekkert e-mail :(

páskarnir
...voru annars bara mjög fínir. Á föstudaginn langa fór ég meira að segja út fyrir borgarmörkin en þá fór ég með múttu, Álfheiði, Jónasi og Bergþóru Karen að heimsækja Jón&Ernu en þau eiga land harna á Njálustöðum. Landið kalla ég Southfork og virðist það vera að festast við bæinn. Það var svaka kósý en veðrið var nú ekki upp á marga fiska. Restin af páskunum var mest nýtt í át og vídeógláp. Kíktum reyndar í heimsókn til Gumma Rúnars & Þóru en þau voru að fá íbúð í salahverfinu í Kópavoginu, ekkert smá dúlló íbúð og svo er svona alveg ný lykt í henni... thíhí. Fengum snilldarmat á páskadag en Þórunn besta frænka bauð okkur í kalkún sem var ekkert nema snilld. Var einmitt að horfa á Friends þáttinn með Brad Pitt í gær þar sem Joey fór í óléttubuxur af Phoebe og kláraði allan kallann... very funny indeed :) Eins og ég var nú búin að nebbna fóru svo Álfheiður og Co. á annan aftur til Noregs og því er ekkert smá tómlegt heima en þau koma nú heim for good í lok júní eða byrjun júlí. Hún Bergþóra Karen er bara svo mikil rúsína þó hún sé stundum eins og hundrað manns :) Alltaf þegar ég kom heim úr vinnunni kom hún beint til mín og byrjaði "Erbeggi, erbeggi" en þá áttum við sko að fara saman inn í herbergið mitt sem var nú greinilega eina herbergið í húsinu!! Svo vorum við allesammen hjá Þórunni frænku á páskadag og þá sagði ég nú við hana að ég sæi hana nú ekkert á morgun því hún væri nú að fara heim til noregs og þá knúsaði hún mig alveg heiiiiillengi og kyssti mig aftur og aftur :)

Jæja ég held þetta sé nú fínt í bili og best að fara að gera eitthvað af viti.. eins og að fara í mat :)
~ 1.4.02
 
Gleðilega páska :)
Ég er nú búin að vera þvílíkt löt yfir páskana en það er bara snilld. Systir mín og þau fóru í morgun þannig að nú er þvílíkt tómlegt heima. Ha ha hjá Agli, ég fattaði ekki einu sinni að þetta ætti að vera Siggi...........

Segi nú meira sniðugt á morgun, nenni ekki að hanga í tölvunni í páskafríinu. Annars er þetta eina sem ég hef farið í tölvuna í fríinu og það var bara til að skila skattaskýrslunni minni og auðvitað gat maður ekki hamið sig að kíkja aðeins á bloggið.

Powered By Blogger TM