!Buenos dias!



gestabókin mín :)

tenglar

strumpurinn
ragnheiður
andri beibí
hafdís ósk
sigga beib
egill hönk
viktoría
svan
vera
lísa

dröfn

ýmislegt

thí
ntí
b&l
imdb
google
batman
tilveran
garfield
shanghai
bumsquad
guðbrandur
html-goodies
spámaðurinn

vefhringur

< ? iCeBloG # >

gamalt

~ 28.6.02
 
maður er sko miklu latari við að blogga þegar ég er svona út um allt í vinnunni.... er voða mikið að hjálpa í bókhaldinu og svona uppi og svo leysi ég hana á símanum af í kaffi og mat. Það er mjög fínt því þá get ég kíkt aðeins á netið og soddann :)
~ 27.6.02
 
samkeppni
Í morgun þegar ég kom í vinnuna sá ég að össur hérna við hliðina á okkur voru búnir að setja upp tvo svona litla gula loftbelgi með logói fyrirtækisins, svaka flott. Menn í vinnunni hjá mér voru nú ekki nógu sáttir og drógu upp svona belg sem keyptur var hér fyrir nokkrum árum, fylltu hann af helíum og skelltu honum upp - auðvitað er okkar belgur miklu stærri en þeirra við hliðina á! Svaka egó tripp í gangi - alltaf þarf nágranninn að fá sér eitthvað stærra og flottara - einn hérna í vinnunni kallaði þetta meira að segja "standpínusamkeppni"!!!Svo voru líka settir svona fánar milli staurana hérna úti og líkist þetta helst svona týpískri amerískri bílasölu...
 
Nú er ég að vinna að því að breyta lúkkinu á þessari síðu, gera hana dáldið flottari og svona :) Laga líka tenglana og stöff. Veit nú ekki hvenær ég hendi mér almennilega í þetta en ég er byrjuð að gera smá tilraunir og svona.... gæti verið að hún verði eitthvað í Tryggva stíl, þar eð ef honum er sama *blikk, blikk*. Ég er allavega ákveðin í því að gera hann sjálf alveg frá grunni.... Fikta kannski aðeins í photoshop.... ?????
 
bílar
bróðir minn á þennan geðveika bíl og ef hann verður ekki búinn að selja hann þegar hann kemur frá útlöndum er aldrei að vita nema maður fái að prufa. Síðasti bíllinn sem hann átti einmitt var líka alveg magnaður, svona Nissan 300 ZX twin turbo, rauður. Hann er sko algjör bíladellukarl :)
~ 26.6.02
 
Ég vona að Brassarnir taki þetta svo þjóðverjarnir verði nú ekki heimsmeistarar, lítur allavega vel út so far :)
 
Ronaldihno er búinn að fá sitt rétta hlutverk og er orðinn klappstýra liðsins :)
 
algjör snilld
þetta er síðasti dagurinn sem hún Elísabet er í sendiferðum (sem er hérna á símanum í sumar) og þ.a.l. síðasti dagurinn sem ég leysi svona mikið af á skiptiborðinu og hittir akkurat þannig á að þetta er síðasti fótboltaleikurinn sem er á virkum degi... múhhahaaaaa :)
~ 25.6.02
 
Survivor
er svo mikið feik að það er ekki fyndið. Fyrst vinnur hommi, svo kelling, þá strákur og síðan svört kona........ Ég hélt samt að það væri meira eftir af þessu. En vááááá.. hvað það var mikill munur á Neleh, ég ætlaði ekki að þekkja hana aftur!

By the way þá var ég næstum búin að gleyma að þakka Agli fyrir endurbirtinguna á þessari líka æðislega fínu mynd af mér og viðurnefni í stíl :)

Gott að Tryggvi var ekki ósáttur við það að ég sé að stela frá honum... enda er hann nottla með flottustu síðuna :) Ég fæ alltaf eitthvað svona á heilann... eins og dadddaraaa.....
 
þetta fær maður út úr því að vinna fyrir framan tölvu í heilt ár....

Sjáðu hvaða týpa þú ert
 
arrrrggggg....
jæja ætli það verði þá ekki Þýskaland-Brasilía í úrslitunum!! Góður leikur samt :)
 
snilld....
var að koma hérna á skiptiborðið að leysa hana af, akkurat í tíma fyrir fótboltann :)
GO S-Kórea!!!
~ 24.6.02
 
Helgin...
var nú barasta nokkuð nett. Hefði nú mátt vera eins veður í gær og var á laugardag en maður fær víst ekki allt! Ég var mikið í bíó um helgina en á föstudaginn fórum ég og Gummi á Panic Room sem var bara þrusufín - allt öðruvísi en ég bjóst við samt þrátt fyrir að maður hefði heyrt að þessi mynd væri spenna en ekki horror.

Á laugardaginn fórum ég og Gummi svo aftur í Smárabíó en að þessu sinni kl. 11:30 til að horfa á Tyrkland - Senegal í boði vinnunnar. Það var massafínt, vorum í lúxussalnum svaka kósý, fengum popp&kók fyrir leikinn og svo Pizza Hut í hléi. Eina sem var ekki nógu gott við þetta allt saman voru úrslitin en Tyrkirnir áttu nú barasta miklu meira í leiknum!! Við reyndum nú að vakna kl. 9 til að horfa á endursýninguna á Spánn - S-Kórea en drattaðist ekki á fætur fyrr en 10mín voru eftir að leiknum sem enn var markalaus og þurfti ég því ekkert að svekkja mig á því að hafa sofið aðeins lengur. Síðan var farið í smá búðarráp en við þurftum að kaupa útskriftargjöf og fórum svo í GK markaðinn og Gummi náði að kaupa sér fullt af fötum á skít á kanil. Gummi er nebbla þessi týpa sem finnst hundleiðinlegt að versla föt og reynir helst að ljúka því í ca. 1 - 2 ferðum á ári. Restinni af deginum var nú eytt út í sólinni á Seltjarnarnesinu en þar er hún mútta að passa húsið og voffann fyrir bróðir minn en þau sko yndislegasta hund í heimi. Þetta er svona Golden Retriever um 11 mánaða, algjör rúsína :) Það er svo gaman að leika við hann og hann er svo stríðinn stundum, ótrúlega gáfaður og blíður hundur. Laugardagskvöldið buðu Jónsi&Gerður okkur í mat og fórum við svo öll saman í útskriftarveislu/innflutningspartý hjá Gumma&Þóru. Þóra var að útskrifast úr háskólanum og var ákveðið að slá þessu bara svona saman. Þar var svaka stuð og fannst mér leiðinlegast að geta ekki farið niðrí bæ og tjúttað með fólkinu, löppin á mér er enn frekar viðkvæm og vill maður ekki hætta á að það sé verið að stíga á mann og svoleiðis. Eftir svona viku get ég vonandi hætt að kripplingast og farið að keyra bíl aftur og svona.....

Í gær var mikið chill, horft á formúluna upp í rúmi, Dröfn&Kiddi kíktu aðeins í heimsókn og svo fórum við á nesið með bakkelsi þar sem Gunni bróðir og fjölsk. voru að koma í heimsókn en þau eru nebbla líka að fara til útlanda. Mental Note: Ekki fara svangur að kaupa bakkelsi!! Ég var ekkert búin að borða og við komum við í Hagkaup í Garðabænum, mig langaði bókstaflega í allt í búðinni. Keypti rúnstykki, vínarbrauð, snúða, hrísköku og Gummi náði nú að stoppa mig af áður en ég fór að kaupa ís og nammi líka!! Síðan borðaði ég svo mikið af þessu öllu saman að ég fékk mér sko engan kvöldmat!! Ég, Hrund og Katý kíktum síðan í bíó á Sorority Boys sem var nú bara alveg drullufyndin, eina sem skemmdi eitthvað var það að fyrir hlé var fólk sem hélt það væri voða voða fyndið og einn strákurinn hló svona uppgerðarhlátri yfir öllum atriðum. Eftir hlé heyrðist nú ekki múkk í honum, ætli einhver hafi ekki bara snappað á hann? Djö.. var þessi flottur..... grrrr.....
~ 21.6.02
 
bolti
gleymdi víst að hreykja mig af því að ég vaknaði sko kl. 6:30 (jæja ok... 6:45) í morgun og horfði á England - Brasilíu. Þó ég hafi nú haldið smá með Englendingunum voru Brassarnir bara miklu betri! Brassarnir státa einnig af því að vera með einn af ljótustu mönnum keppninar, hann Ronaldihno sem by the way ha ha maður þarf víst ekki að horfa á í næsta leik og þess vegna ætla Senegal að rústa þeim... múhhhhaaaa. Nei, alvöru þessi maður lítur út eins og virkilega ljótur kvenmaður... ullabjakk :Þ
 
Vetrinum bjargað :)
Erla var nú ekki lengi að þessu enda finnst mér hundleiðinlegt að hafa eitthvað svona hangandi yfir mér og nú er ég skráð í Byggingatæknifræði við Tækniskóla Íslands næsta haust.... ví ví. Það er örugglega spennó (og reyndar hörkupúl) og svo getur maður sótt um úti seinna í arkitektúr. Lalalalalalala..
 
Þýska stálið
jæja jæja so be it. Þeir áttu þetta kannski meira skilið. Þá er bara vonandi að S-Kórea taki Spán og svo Þjóðverjarna, Senegal (mitt lið) tekur nottla Tyrkland og svo Brassana og þá mætast S-Kórea og Senagal í úrslitum. Svoleiðis myndi ég allavega vilja sjá það. Ég var reyndar frekar óákveðin í þessari keppni með hverjum ég ætti að halda en ég er nottla aldrei fljót að ákveða neitt!!! Var nú heit fyrir Senegal frá byrjun, maður hefur alltaf smá taugar til Englands þar sem maður þekkir leikmennina svo vel og svo frændsemin við Danina. Senegal er víst eina liðið af þessum eftir og svo eftir að fylgjast með S-Kóreumönnum finnst mér þeir ansi skemmtilegir og eiga vel skilið að komast langt.
 
ansk.. þjóðverjar......arrggggggg
 
goooooaaaaal....
gott að geta horft á fótboltann í vinnunni :) Ég held sko feitt með Bandaríkjunum (í þessum leik sko)!!
 
$%#(%&#%#%*!
Helvítis drusluskóli sem ég komst ekki inn í..... arggggggggg!!! Djöfull var ég pissed í gærkvöldi en Gummi sæti var svo mikið æði og bauð mér á Hlölla (nauðsynlegt að fá sér djúsí mat þegar maður er down) og svo leigðum við okkur Training Day sem var nú bara alveg ágæt. Maðurinn var nottla alveg geðveikur en þar sem við leigðum myndina á DVD kíktum við aðeins á aukastöffið og öll atriðin sem ekki voru sett inní voru einmitt þau sem gerðu Denzel W. manneskjulegan og skildi maður svona nokkurnveginn á þeim afhverju hann væri svona fucked up!

Jæja... best að reyna að finna sér eitthvað að gera í vetur... verst að umsóknarfrestur er runninn út í flesta skóla.. silly me! Anyways... keep you posted!
~ 20.6.02
 
íslenskusinnaðir útvarpsmenn...
eða þannig! Mamma sótti mig í vinnuna í gær og þá var stillt á Bylgjuna. Þeir voru eitthvað að ræða um fótboltann (of course) eða þá fótboltaleysið í gær og hringdu í hann Snorra til þess að ræða þessi fögn hjá leikmönnunum!! Hello, þeir voru semsagt að tala um það þegar kapparnir eru að fagna eftir mörk - reyna að skilja þetta nánar, tilhvers þeir færu nú úr peysunum og notuðu í alvöru orðið fögn. Þeir voru þarna þrír að ég held (tveir í stúdíóinu og svo Snorri) og enginn af þeim sá neitt athugavert við þetta. Mútta var einmitt líka að hlusta á Bylgjuna um daginn, sama umræðan var í gangi eða fótbolti og lét þá eitthvað á þessa leið flakka "Ég skil ekki hvernig fólk hefur tíma og nennu til að fylgjast með þessu" Nennu..........
Ég held það mætti nú setja þessa menn í smá íslensku kennslu aftur+!!
 
OMG!
Heyrði aðeins í múttu áðan og það er komið bréf til mín heima frá Myndlistaskólanum, en þar sem ég er svo mikill chicken (í viðbót við það að vera kripplingur og gúbbífiskur.....) þá þorði ég ekki að láta hana opna það!! Öll nóttin fór einmitt í það að mig dreymdi örugglega 10 mismunandi útgáfur af því að ég hefði fengið þetta helv*$#% bréf! Ég semsagt hvíldist ekki mikið og var þetta eins og eilífðar Bold & the Beautiful þáttur - stundum var gott svar í bréfinu og stundum mjög slæmt og viðbrögðin nottla eftir því. Eitt dáldið skondið við þessa drauma var það að ég var alltaf líka að athuga hvort hún Helga (sem var einmitt með mér þarna í inntökuprófinu) en ég var líka alltaf að athuga hvort Gulli hefði komist inn!!!! Halló skil ekki alveg hvernig hausinn á mér tengdi Gulla við þessi inntökupróf - kannski bara af því að Gulli var með mér og Helgu í auló.... must be! En anyways þá ætla ég að biðja múttu bara að koma mér bréfið þegar hún kemur að sækja mig og þá getur maður feisað þetta.... daddara....
~ 19.6.02
 
back to work II
það er nú bara fínt að vera mættur aftur í vinnuna, allir voða glaðir að sjá mann og svoleiðis.Ég verð nú eitthvað á þeytingi hérna allavega til að byrja með. Tveir karlmenn hér virðast hafa tekið upp á því að fara í fæðingarorlof og er staðan einmitt sú að þeir báðir hafa gegnt hér sendlastörfum og enginn annar en ég hleypt í skarðið. Ég er nottla enn soddan kripplingur og má ekki keyra bíl næstu tvær vikurnar - finnst ég ekkert smá handíkappt og skil engan veginn fólk sem tekur ekki bílprófið sitt á réttum tíma (nefni engin nöfn sérstaklega)!! Anyways þá var ákveðið að senda hana Elísabetu í sendingarnar (sú sem var fengin til að leysa mig af á símanum) og ég leysi þá hana af á símanum á meðan... svaka flókið. Svo á ég líka eitthvað að hjálpa einni í bókhaldinu og leysa hana dáldið af meðan hún fer í frí.

Ég er búin að vera ömurlega löt við að lesa í "fríinu" mínu, enda meira horft á allar stöðvarnar sem ég ákvað að gerast áskrifandi að þennan mánuð og hef svona reynt að komast aðeins út þegar ég hef getað. Núna þegar maður er mættur aftur í vinnuna ætti ég nú kannski að taka með mér bókina mína á morgun svo ég þurfi ekki að byrja aftur á fyrstu Pullman bókinni þar sem ég er nú dáldill gúbbífiskur.

Jæja smæja, fer að segja þetta gott í bili. Vinnudagur brátt að lokum kominn - eða þegar Elísabet kemur aftur úr bankanum - þá kemur mamma sín að sækja litla kripplinginn sinn og svo verður skundað í mat til bróður míns á nesinu.

Annars bíð ég "spennt" eftir niðurstöðunum úr inntökuprófunum en ég hringdi einmitt í Myndlistaskólann áðan og fékk að vita það að þetta fór í póst í gær. Ekki kom neitt bréf til mín í dag að mömmu sögn en ætti því að birtast í lúguna á morgun..... I'll just keep my fingers crossed :)
 
back to work
jæja, þá er maður mættur hér aftur og búin að vera að surfa aðeins um netið..... sá einmitt þetta snilldarpróf á geira.net, einu sinni átti ég nebbla fullt af þessum Garbage Pail Kids myndum (var ansi duglegur safnari á mínum yngri árum)...

I am



Find out which Garbage Pail Kid you are!
~ 15.6.02
 
jammm jamm og jæja
nú erum ég og gummi hér í heimsókn og mat hjá systur hans og þau er sko með hraðasta net í heimi. Fæ líklega að fara í vinnuna í næstu viku, fólk er víst farið að sakna mín og kjellingunum á skrifstofunni hlakka til að fá mig aftur svo þær komist í sumarfrí og svoddan. jæja, dinner is ready.
Adios
~ 13.6.02
 
Long time no seen
Verð nú að játa að maður er víst ekki alveg jafn duglegur að tjá sig hérna þegar maður er ekki sítengdur við netið eins og í vinnunni. Annars er bara allt í jollý hér. Sólin dugleg að láta sjá sig og erla búin að vera dáldið dugleg að fara í heimsókn til Þórunnar frænku sinnar og liggja í sólbaði. Ekki mikið stuð að liggja í sólinni hér á svölunum á fyrstu hæð með fullt af vinnumönnum beint fyrir utan. I don't think so!! Í gær fékk hún Bessí Þóra litla frænka mín að vera hjá mér (kannski ekki svo lítil þar sem hún verður að ég held 8 ára á þessu ári) en anyways þá vaknaði ég einmitt kl. 6 í gær með Gumma og horfði á leiðinlegasta leik keppninnar sem sést best á því að Gummi snéri sér á hina hliðina og sagði "vektu mig ef það gerist eitthvað merkilegt"!! Bessí Þóra kom svo til mín um 9 leytið og við dúlluðum okkur saman, hún var svo dugleg og fór út í búð og keypti rúnstykki fyrir okkur, svo setti ég fastar fléttur í hárið á henni og við leiruðum aðeins þar sem ég á enn smá leir. Síðan kom hrund pæja og fórum við saman í smáralindina og keyptum okkur miða á TRAVIS... jeí jeí í stúku of course þar sem ég veit nottla ekkert hvernig ég verð í löppinni þá, reyndar finnst mér Travis hvort sem er vera svona sitjandi tónleikar. Fengum okkur pizza hut og chilluðum aðeins og svo kom bróðir minn að sækja Bessí Þóru til mín um 16 leytið. Alltaf gaman að fá svona börn lánuð :) spila þeim dáldið, gefa þeim smá nammi og geta svo skilað þeim, snilld!! Í gærkvöldi var ég nottla DAUÐ í löppunum eftir skoppið í smáranum og fórum ég og Gummi upp í rúm um 20:30, horfðum á Zoolander, sem by the way er æðisleg og fórum að sofa.

Í dag fór ég svo upp á leikskóla til mömmu hans Gumma og tók múttu með mér. Í dag var nebbla svona sumarhátíð, leikskólinn 30 ára og ég fékk blóm fyrir fína merkið mitt og svo var það líka sett á boli sem hægt var að kaupa á staðnum. Ég á nú eftir að fá einn svona bol sem eru reyndar í barnastærðum en 7-8 ára ætti að passa fínt. Fór svo aðeins í sólbað hjá Þórunni frænku og er núna með þetta ridiculous far á bringunni eftir bolinn sem ég var í þrátt fyrir að hafa að lokum fengið lánað bikini topp hjá frænku. Jæja þetta er nú nóg í bili.

Heyrumst síðar.....
~ 10.6.02
 
mental note: uppfæra tenglalistann minn í ALLA sem ég kíki á hvort sem ég þekki þá eða ekki - nenni ekki lengur að nota tenglana hjá öðrum!
 
viðburðaríkir dagar...
eða þannig þegar maður hangir svona heima og skakklappast um á hækjunum! Ótrúlegt hvað einföldustu hlutir verða flóknir þegar maður er svona á hækjum, get varla farið með gosglas inn í herbergi án þess að sulla niður. Er nú samt alltaf að geta stigið meira og meira niður í löppina en lætur ekki voða vel að stjórn ennþá. Var að spá í að reyna að þvo á mér hárið og skola aðeins af mér, maður verður ekkert voða girnó þegar maður kemst ekki í almennilega sturtu... Bróðir minn var nebbla að bjóða okkur í mat, ætlar að grilla eitthvað girnó sjávarfang, s.s. humar, silung og eitthvað fleira. Meira að segja Gummi ætlar að slá til þrátt fyrir að vera ekki mikið í fiski deildinni. Reyndar er þetta allt öðruvísi svona grillað heldur en soðin ýsa í potti!!

Horfði á þennan blessaða bardaga á laugardagskvöldið sem var nú bara hálf sorglegur. Ég var alveg farin að vorkenna Tyson! Formúlan skilaði engri gleði þar sem vélin hjá Montoya bilaði bara og Ralf lenti í einhverjum vandræðum í pit stoppinu... arrrggggg!! Það er nákvæmlega ekkert búið að vera í sjónvarpinu í dag, reyndar var Dröfn pæja svo góð og kom í heimsókn í gær og lánaði mér smá DVD, td. Sex in the city 1.seríuna... ví ví!

úh.. úh.. gleymdi því næstum en hún Hrund beib komst inn í söngskóla Reykjavíkur, bara svona til að láta ykkur vita :)
~ 9.6.02
 
Ví ví
nú er ég sko loks búin að setja upp MSNið hér á tölvunni :) Vorum að koma úr afmæli hjá Gerði hans Jónsa, svaka stuð þar eins og venjulega! Við kíktum bara aðeins svona rétt til að heilsa upp á fólkið, löppin voða voða þreytt núna. Þolir ekki enn svo mikið álag :( Kannski maður kíki aðeins á boxið ef bardaginn fer að byrja bráðum, gef annars bara skít í það og fer að sofa. Svo er nottla formúlan á morgun, minn maður Montoya fyrstur, ekki slæmt það! Horfði einmitt á End of Days í gær þar sem gummi var bara að vinna og var búin að gleyma hvað Gabriel Byrne er hot þrátt fyrir að vera orðinn dáldið old! Hann og Gummi Jóns eru svona á sama skalanum - sexy þrátt fyrir að vera komnir svona nokkuð á aldur.
~ 7.6.02
 
Mental Note: Setja upp MSN um helgina!
 
gleymdi næstum, var búinn að skila inn hugmynd að merki leikskólans sem mamma hans Gumma er leikskólastjóri við (man ekki hvort ég sagði ykkur það) enn anyways þá var verið að kjósa um merkið, reyndar voru tillögurnar ekki nema sex og þar af tvær mínar, og þessar tvær mínar voru barasta í 1. og 2. sæti... ví ví. Þannig að nú er ég stoltur höfundur merkis leikskólans Kvistaborgar í fossvoginum. Þegar ég kem aftur í vinnuna skanna ég þetta inn og sýni ykkur, þarf að koma mér upp svona horni hérna á síðunni þar sem ég monta mig yfir afrekum mínum þegar þau verða fleiri og stærri :)
 
Jamm og jæja
Hér hefst nú önnur tilraun í að pósta sjúkrasögu mína svo þetta verði nú alvöru stelpublogg en í þetta skipti ákvað ég nú að treysta ekki explorernum og skrifa þetta bara inn í word til að byrja með þar sem þetta er nú ekkert stuttur texti.

Inntökupróf frmh.
Seinni dagur inntökuprófsins gekk nú bara fínt (sunnudagurinn) fyrir utan kannski þekkingarprófið. Litafræðin var nú bara þannig að mála átti uppstillingu af ýmiskonar litríkum kartonum og gekk bara nokkuð vel þrátt fyrir að hafa aldrei notað vatnsliti áður, svo kom verkefni þar sem hver nemandi fékk eina kartöflu og átti að skyssa einhverja hugmynd út frá kartöflunni á eitt blað og svo útfæra það betur á annað blað, annað hvort með vatnslitunum eða blýanti. Svo kom þetta blessaða þekkingarpróf þar sem spurt var um allt milli himins og jarðar, hvað væri í gangi í hinum ýmsu listasöfnum borgarinnar, tengja átti saman aldir og atburði, þýða texta frá ensku yfir á íslensku sem var nú alveg fáránlegur þrátt fyrir að maður hefði nú ansi góða reynslu úr verzló þá varð þetta nú bara einhver samhengislaus andskoti og vona ég bara að þetta gildi ekki mikið þrátt fyrir að sagt væri að allt gilti jafnt, eða 20% hvert. Úrlausnir verða víst póstlagðar 18. júní þannig að maður ætti að vita þetta seinni partinn þá vikuna. Voða væri gaman ef ég og Helga kæmumst báðar inn, það væri súper fjör ;) Keep you posted með það mál

Hele sjúkrasagan....
Sunnudagskvöldið fór ég svo á spítalann til að fá þessa blessuðu blóðþynningarsprautu. Er þá ekki líka þessi brussuhjúkrunarkona á vakt og ég fer svona aðeins að spyrja hvenær ég sé áætluð í aðgerðina og svona þar sem ég sé þarna á lista að það eru tvær aðgerðir þennan daginn og ég er númer 2. Þá segir hjúkkan “blessuð, þú getur alveg búist við að þetta getur dregist allan daginn” svo dregur hún mig eitthvað þarna á bakvið, inn í lítið herbergi þar sem hvorki var hægt að setjast né leggjast og segir svo “ég verð að gefa þér tvær sprautur þar sem magnið sem þú átt að fá er ekki til í einni sprautu” (greinilega alltaf verið að spara á spítölunum) Gummi settist bara frammi á meðan þar sem hann er ekki mikill sprautumaður! Fyrri sprautan gekk fínt og svo tekur hún seinni og þá svíður þetta alveg svakalega og mér verður svona heitt og fer að svitna og þá segir konan “þú verður nú að vera harðari en þetta ef þú ætlar að fara í þessa aðgerð” Hello!!! Talandi um að vera upplífgandi. Svo drífur hún mig fram og lætur mig setjast með höfuðið fram svo ekki líði yfir mig (ekki þægileg staða þegar það er nýbúið að sprauta mann í magann) fæ svo vatnsglass og hlakka mikið til að koma þarna aftur næsta morgun :)

Mánudagsmorguninn mæti ég eldhress upp á spítala um 7:30 og Gummi með mér því hann er svo góður. Höngum fyrst aðeins þarna og svo þurfti Gummi nú að drífa sig í vinnuna og þá ákvað ég nú að klæða mig í þessi líka yndislegu spítalaföt og leggjast í rúmið mitt sem by the var nú barasta staðsett fram á gangi þar sem deildin var full! Ég glugga aðeins þarna í kellingablöðunum mínum og svo um 10 leytið er mér gefin kæruleysispilla og bjóst nú við að gamanið myndi hefjast og læknirinn átti eftir að koma að tala við mig og allesammen. Svona um 10:30 kemur Georg (læknirinn) og lýsir þessu aðeins fyrir mér og dregur þetta fína strik á löppina á mér og svoddan en viti menn kæruleysispillan ekkert farin að virka. Um 11 leytið koma tvær konur og fara með mig niður á skurðstofu og mér ekki farið að lítast á blikuna og segi svona við þær að þessi tafla sé nú barasta ekkert farin að virka! Þær urðu furðu losnar, sögðu þetta reyndar mjög misjafnt milli fólks. Höfðu td. verið að gefa einum 113 kílóa manni sama skammt og ég fékk fyrr um morguninn og hann varð alveg kex. Ég þurfti því miður að vera bara vakandi þegar ég fékk næringuna í æð, svo var einhverju svæfandi sprautað í mig og gríman sett yfir vit mín og volla viti menn Erla man næst þegar hún var á vöknunardeildinni alveg að farast úr sársauka í löppinni og alltaf að biðja um fleiri púða undir löppina sem virtist voða erfitt að fá. Næst man ég eftir mér þegar ég er komin upp á deild og verið að setja mig inn á stofu. Þar sem deildin var enn full fékk Erla barasta privet stofu (réttara sagt svona eitthvað viðtalsherbergi þar sem ég var báðar næturnar mínar). Það var bara nokkuð nett því þá gat fólk heimsótt mig á hvaða tímum sem var og komu mamma & Gummi til mín bæði kvöldið og Dröfn pæja kom til mín í hádeginu á þriðjudeginum. Strax þennan fyrsta dag kom læknirinn og sagði mér að þetta hefði nú ekki gengið 100% þar sem þetta hefði nú verið dáldið flóknara en þetta virtist en ég vona bara það besta og þetta verður allavega ekki verra! Svo var mér sagt að ég hefði verið svo að drepast úr verkjum á vöknunardeildinni og hefði fengið morfín sem hefði ekki einu sinni virkað og þá var mér gefið eitthvað annað sem sló betur á. Fólk hefur örugglega haldið að ég væri á einhverju þar sem þessi lyf höfðu engin áhrif á mig. Ekki gat ég nú mikið borðað þessa daga enda spítalamaturinn ekki voða girnó og meira fór upp úr mér en ofan í mig. Held það hafi verið fiskur í flest skiptin og svínakjöt í eitt skipti – það sem ég lét aðallega ofan í mig var kex og nammi sem fólk var svo gott að koma með fyrir mig.

Miðvikudaginn fékk ég svo til mín sjúkraþjálfara með hækjur og svona en þá var búið að taka allar umbúðirnar af löppinni, bara einn lítill plástur beint yfir skurðinum (arrrggg…versta var það að það var svona slanga inn í löppinni á mér til að taka blóð og vessa sem kynnu að koma og þegar hún var fjarlægð….. shit hvað það var vont.. jæja all over now). Sjúkraþjálfarinn fór aðeins með mig í stiga og svona til að sjá hvernig þetta gengi og svona og allt gekk barasta þrusufínt, er reyndar enn hálf aum í fætinum þegar hann hangir mikið og blóðið rennur mikið í hann en þetta kemur allt með tímanum. Hann er líka enn hálfdofinn, ég þarf að vera dugleg að hreyfa tásurnar og öklann eins og ég get. Þennan dag losnaði pláss á stofu og var ég þá færð þangað inn og var ég svo heppin að stelpan við hliðina á mér var með sjónvarp með sér, þannig að það var horft á neighbours og svona. Þó mér væri enn hálf óglatt gat ég ekki hugsað mér annað en að fara heim og fékk það í gegn. Gummi kom og sótti mig um kvöldið, ég fékk seðil upp á bólgueyðandi lyf og heim á leið var haldið…. ahhhh. Ég svaf nánast ekkert þessar tvær nætur á spítalanum og lagðist nánast beint upp í rúm þegar heim var komið og slept like a baby… very nice :)

Annars vil ég bara segja það svo fólk haldi ekki að ég hafi einhverja fordóma gagnhvart hjúkkunum þarna að allar hjúkkurnar og allir sem voru að vinna þarna voru voða nice og yndislegir, var líka voða heppin að þekkja eina sem var þarna á kvöldvakt bæði kvöldin, svo var brussuhjúkkan ekki á vakt :)

Í gær vaknaði ég bara snemma fékk mér morgunmat og horfði á dirty dancing upp í rúmi (dvd spilarinn inn í svefnherbergi), var svo dugleg að elda mér núðlur í hádeginu og horfði á Night at the Roxbury, Neighbours og fleira, var nú samt enn hálf aumingjaleg og ósköp þreytt á að labba um á hækjunum. Svo voru Gummi & mamma svo góð að kaupa fyrir Pizza Hut í kvöldmatinn.. mmmmm, gott að eiga góða að.

Dagurinn í dag var miklu betri. Svaf aðeins lengur, horfði svo á þennan svaka spennandi fótboltaleik England – Argentína, kíkti svo aðeins á netið til að ná smá sambandi við umheiminn. Maður er nú aðeins lengur að taka hringinn svona á fartölvunni heldur enn í vinnunni en maður kvartar nú ekki. Svo seinni partinn kom mamma heim og þvoði á mér hárið – það var orðið gjörsamlega discusting… pjúk :Þ og við fórum í 1 árs afmælið hjá Gunnari Axel litla sæta frænda mínum. Ýkt gaman að mæta svona í afmæli og enginn býst við að sjá mann því þá eru allir svo rosaglaðir að fá mann thíhí, maður ætti kannski bara að gera það oftar…. þetta voru nú bara svona við systkinin og svo hin amman og afinn og svona, svaka fínn pottréttur, súkkulaðikaka og peruterta þannig að núna er maður alveg stöffed!! En djöfull var gott að komast út, fannst eins og ég hefði verið búin að vera ein og útilokuð frá heiminum í margar vikur. Ef einhver hefur enst út þennan rosalanga pistil (held ég hafi nú aldrei skrifað jafn mikið – þetta fer bara að verða eins og hjá honum Gústa….) þá vil ég nú bara þakka þeim fyrir enda búin að vera tvöföld vinna í þessum pósti!! Annars vil ég bara óska Unni&Bjarna innilega til hamingju með brúðkaupið þrátt fyrir að þekkja þau ekki boffs svona inn person og segi bara maseltov, best að fara að kíkja aðeins meira á imbann, annars er Gummi sinn bara að vinna, einhver vörutalning í gangi. Bless í bili, gaman að vera komin aftur í samband :)
 
andskotinn ég var búinn að skrifa lengsta blogg í heimi.. sjúkrasagan og allasammen og viti menn er þá explorerinn ekki með eitthvað fokk og segir illegal operation... urgggggggg!!! Reyni aftur seinni, er of pirred núna til að skrifa allt saman aftur og er búin að vera allt of lengi á netinu í bili. En allavega good to be back og meira update seinna :)
~ 2.6.02
 
Jæja jæja..
voðalega er ég orðin léleg að skrifa hérna inn en reyndar er mikið mikið að gera. Á fimmtudaginn byrjaði ný stelpa í vinnunni sem tekur við af mér á símanum í sumar þar sem ég er að fara í aðgerðina og svona. Þannig að ég var að þjálfa hana til og setja hana inní mín verkefni og svoleiðis. Síðan í gær þurfti ég að fara í blóðprufu og tala við lækna upp á spítala útaf aðgerðinni á mánudag :( og ég var upp á borgó frá 11 um morguninn og var komin aftur í vinnuna kl. 16!! Fyrst var það blóðprufan og svo talaði ég við hjúkku og það var ekkert mál. Svo beið ég forever eftir einhverjum aðstoðarlækni til að tala við mig og þá kemur einhver solleiðis og tveir læknanemar og það þarf að finna púlsinn á mér ALLSTAÐAR.... meira að segja hnésbótinni og náranum! Þeim fannst eitthvað athugavert við hjartsláttinn í mér þannig að ég þurfti að fara í hjartalínurit.. svo var beðið eftir svæfingarlækni... loksins fékk ég að tala við hana en átti svo að tala við hjartalækni þar sem hjartslátturinn í mér var eitthvað óstöðugur. Þá var ég nú farin að fá vægt sjokk! Hjartalæknirinn var nottla bara out and about svo ég fékk að fara heim til gumma (þar sem hann býr í minna en 5 mín fjarlægð) og svo um hálf fjögur var hringt og skundaði upp eftir. Hann hlustaði mig á undir mínútu og sagði að ég væri með e-ð sem væri fullkomlega eðlilegt hjá börnum og ungu fólki þar sem hjartslátturinn er hraðari (eða hægari - man ekki alveg) þegar ég anda inn heldur en þegar ég anda út en svo var ég bara finally on my way og gat lokið einhverjum verkefnum áður en ég færi nú í veikindaleyfi. Veit nú ekki alveg hvað ég verð að gera þegar ég kem aftur í vinnuna en hún Elísabet sem er núna verður held ég fram í byrjun ágúst... vonandi eitthvað interesting, klára MINI dæmið og svona. Já by the way

inntökuprófin...
eru byrjuð og gekk bara fínt í dag :) það var hlutateikning og módel og er ég nú dáldið trett í löppunum eftir að standa allan daginn. Helga sem var í auló með mér var eimmitt þarna og svo Ingibjörg sem var í mínum árgangi í verzló, þannig að það er alltaf gaman að sjá kunnuleg andlit. Ég og Helga fórum eimmitt bara á Brennsluna í hádeginu og fengum okkur súpu & brauð og chilluðum bara aðeins. Kvíði meira fyrir morgundeginum en þá er litafræði, verkefni og einhverjar spurningar! daddara.. vonum bara það besta :) Held það hafi verið skráðið 79 í prófið og 30 komast að þannig að það eru nú ágætis líkur.

Svo þarf ég víst að fara upp á spítala annað kvöld og fá blóðþynningarsprautu sem er sprautað í mallakútinn (ýkt vont :( ) Var annars að tala við Gunna bróður en hann á nebbla fartölvu, reyndar dáldið gamla en virkar fyrir netið og því um líkt og hann ætlar barasta að GEFA mér tölvuna... ví ví ví. Ég þarf þá ekki að vera tölvulaus í tvær til þrjár vikur enda myndi ég væntanlega fá þvílík fráhvarfseinkenni... get þá bloggað og svona og kíkt á msn þó ég muni kannski ekki beint hafa neitt merkilegt að segja þar sem ég verð bara horfandi á sjónvarp og dvd allan daginn og örugglega sofandi inn á milli. Pantaði sko stöð2, sýn, fjölvarpið og bíórásina fyrir júní og svo kemur gummi sinn með dvd spilarann til mín þannig að ég ætti að geta fundið eitthvað að gera :)

...jæja best að fara í háttinn, mæta klukkan 9 í fyrramálið í seinni hluta prófsins. Wish me luck :) Adios amigos.

Powered By Blogger TM