!Buenos dias!



gestabókin mín :)

tenglar

strumpurinn
ragnheiður
andri beibí
hafdís ósk
sigga beib
egill hönk
viktoría
svan
vera
lísa

dröfn

ýmislegt

thí
ntí
b&l
imdb
google
batman
tilveran
garfield
shanghai
bumsquad
guðbrandur
html-goodies
spámaðurinn

vefhringur

< ? iCeBloG # >

gamalt

~ 30.11.02
 
næstum búin að gleyma.... en andri beibí er kominn með síðu. jibbiddídú
 
gaman gaman að sitja upp í skóla á laugardagskvöldi. tók því annars bara rólega í gærkvöldi og skrapp aðeins til múttu, long time no seen og síðan fórum ég, gummi og hrund á harry potter. ég fílaði hana fínt. er nottla búinn að lesa allar bækurnar og bíð mest spennt eftir þriðju myndinni... fannst allavega sú bók best. verður alltaf skeríara og skeríara. Var samt að pæla í því alla myndina í gær hver væri nú bestur til að taka við sem dumbeldore, það er víst búið að ræða eitthvað um þann sem lék Gandalf í Lord of the rings (minnir hann heitir Ian Harris.. what ever), hann væri örugglega mjög flottur.

jæja... aftur stærðfræði.....
~ 28.11.02
 
jæja jæja, var barasta í prófi dauðans áðan...... teikning sem maður hélt að væri svona gefins einkunn þar sem þetta er búið að vera svona frekar easy í allan vetur og svo bara neiiii..... þetta voru þrjú verkefni.... fyrsta var létt en þá var það bara 25%, skildi voða lítið í öðru verkefninu en vona að ég fái eitthvað fyrir það en það var einmitt 35% og svo var það síðasta skítur frá helvíti og þá þurfti það nottla barasta að vera 45%!!!!!!! Fyrir glögga lesendur þá var þetta próf einmitt 105% eitthvað mis, en skiptir ekki. Fór beint eftir prófið á brennsluna og fékk mér einn latte eins og venjulega og svona pekan pie, hafði heyrt rosagóðar sögur af því og varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Er enn að reyna að koma mér í almennilegan gír til að læra stærðfræði...... lets go :)
~ 26.11.02
 
vá massaþreyta í gangi en allt að fara á fullt fyrir prófin. er að reyna að koma á smá skipulagi sem er þannig að ég dag og á morgun skal lærast burðarþol, fimmtudag til mánudag verður svo lært stærðfræði 24/7......... stærðfræðiprófið er nebbla á þriðjudag og svo burðarþol strax á fimmtudag, en það eru einmitt prófin sem maður hefur mestar áhyggjur af.

Árshátíðin um helgina
.... var alveg mögnuð...... gistum reyndar ekki á þessu fancy gistiheimili... arggg einhver misskilningur í gangi, heldur vorum við settar fjórar stelpur í pinkulítið tveggja manna herbergi, aldrei aftur á hótel örk!!! (meira um það á eftir.....) svaka stemmning á okkur, vorum þarna fjórar gellur og þrír karlmenn í næsta herbergi. María sem var með okkur málaði okkur allar svaka fínt, en hún er eitthvað lærð svona förðunardót, þvílík stemmning... Síðan voru fín skemmtiatriði með matnum :) ég fékk meira að segja gefins risa B&L fána þar sem þegar við vorum í Edinborg í fyrra reyndi ég að stela hótelfána þar sem yfirmaðurinn hafði hvatt alla til að stela einhverju (massa fyndið ) og svo yrði verðlaunað þegar heim væri komið hver væri með besta hlutinn... thíhí.... síðan var mikið sungið og spilað á gítar þar sem hljómsveitin PASS sem spilaði fyrir dansi niðri var greinilega meira að stíla á eldri kynslóðina. Svo var fjarhitun einmitt líka með árshátíð þarna svo maður kannaðist nú e-ð við fólkið þar sem ég fór í vísindaferð þangað um daginn. Voru ekki margir þar af yngri kynslóðinni enda leituðu þeir stuðið upp hjá okkur! Eins og ég segi, massa stuð, var samt ekki hress á sunnudag (náði þó að klára autocad... ví ví), skárri í gær........

En þá að hótel örk....
mesta skítahótel í heimi, eins og ég sagði vorum við fjórar í tveggja manna herbergi. Þar var búið að troða einum aukabedda en okkur vantaði nottla aukasæng og kodda. ég fór í afgreiðsluna og þar var einhver vel gamall maður, eldrauður í framan. Hann sagði bara "já já ekkert mál, en væruði nokkuð til í að sækja hana til mín á eftir.... lyftan er biluð og ég get ekki labbað um stigann"... helló!!!!! við bara alveg ókey og síðar um kvöldið var ég eitthvað á uppleið og ákvað að sækja sængina, þá lét maðurinn mig hafa sængina og sængurverið sér "er ekki í lagi að ég láti þig hafa hana bara svona?!".......... ókey ekkert mál, svo einhvern tímann um miðja nótt ætla ég að setja utan um sængina, hey, þá voru þetta bara tvö lök.... sem betur fer var maður bara frekar drukkinn og pældi ekkert meira í því :) ekki var þjónustan skárri á barnum. Fyrir matinn pantaði ég mér malibu (as usual :) ) og kjellingin sagði "er ekki í lagi þó þú fáir hann ekki alveg strax" enda verið að fara að bera fram forréttinn... ók, no problem, en eftir eftirréttinn var ég ekki enn búin að fá drykkinn minn og þaut á barinn..... "ó ég bara gleymdi þér!" og átti þá að fá frían drykk, fékk þá einhvern drykk sem átti að vera eins og malibu en fékk einhvern viðbjóð í staðinn þar sem ekki var til malibu í húsinu!!!! sem er nottla bara synd dauðans. Síðan var verið að laga heitu pottana, svo maður gat ekki einu sinni chillað þar... ef ég hefði unnið svona "sæluhelgi á hótel örk" í happadrættinu (vann reyndar ekki neitt :( ) hefði ég sko barasta rifið gjafabréfið......... þvílík gremja í gangi..... Anyways vildi bara svona losna við smá útrás og láta fólk vita.........
~ 23.11.02
 
daddara....
er upp í skóla, eins og alltaf :) var í aukatíma í stærðfræði klukkan 9 í morgun sem er mjög ókristilegt svona á laugardegi, en það var samt mjög fínt að fá smá upprifjun. nú er ég eins og svo oft áður að vinna í einhverjum autocad verkefnum, ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma. Þetta er mjög skemmtilegt og allt það, en þegar það er svona ógeðslega mikið sem maður á eftir að gera, vildi maður nú frekar vera að læra stærðfræði eða eitthvað. Í gær var ég t.d. til um níu að klára fríhendisteikningarnar mínar... alltaf gaman að klára eitthvað. Anyways,ætla að vera hérna til svona tvö og svo um fjögur leytið þá verður sko "hellooo Hveragerði !!!" ætlum beint í heita pottinn með einn kaldan... mmmmm... get ekki beðið...

Annars fórum ég og hrund á sálina og sinfoníuna á fimmtudaginn. ekkert smá flott, trössuðum svo lengi að kaupa miða (keyptum s.s. bara á fimmtudaginn) og þá þegar við hringdum vorum við svo skítaheppnar að það voru akkurat að losna sæti á 1.bekk..... sátum þarna liggur við uppí öllum fiðluleikurunum, það var mjög magnað :) á undan sálinni þá var fiðlueinleikari sem tók þrjú verk eftir Philip Glass, ótrúlega flott. Vissi nú ekkert hver þessi maður var fyrr en bara um daginn þá heyrði ég eitthvað af honum og ég og Gummi erum akkurat nýbúin að panta þessa diska sem koma einmitt með vinum hans frá usa um jólin... ví ví, hlakka ýkt til :) eiga víst að vera rosalega flottir diskar....

jæja, áfram autocad
~ 18.11.02
 
Jæja, jæja, nú er prófstressið að koma í mann... brrrr... aðeins þessi og næsta vika eftir af skólanum. Daddara. Annars var svaka stemmning um helgina, mikið dansað á Hverfisbarnum en var kannski ekki alveg nógu dugleg að læra, verð bara duglegari í vikunni í staðinn. Markmið kvöldsins er að klára sem mest af þessum Autocad verkefnum því maður verður að fara að byrja að rifja upp stærðfræðina frá upphafi. Býst ekki við að læra mikið næstu helgi þar sem það er saumaklúbbur á föstudaginn og svo árshátíðin mikla á laugardaginn með vinnunni. Það var einmitt pantað of lítið af herbergjum á hótel örk svo við gellurnar ásamt vonandi einhverjum fleirum verðum á þessu líka þrusu girnilega gistiheimili. Allavega, best að skjella sér í cadið ;)
~ 13.11.02
 
Svaka stemmning
Var að koma af sellófón með múttu og álfheiði, það var mjög skemmtilegt. Ótrúlega hyper leikkonan sem leikur þetta, hún er nottla bara ein og er alveg á fullu allan tímann! Annars er allt alveg á fullu í skólanum, sem betur fer er frábær stemmning í bekknum þannig að það er engin gríðarleg kvöl og pína að vera þarna uppfrá. Ætlaði nú að vera þvílíkt dugleg í autocad í dag en "skrapp" svo aðeins upp í vinnu - sem endaði nottla á einhverjum tveim tímum!!! Það eru svo ótrúlega margir sem þarf alltaf að spjalla við, svo leyfði gummi mér að prufa mini-inn sinn, geggjað gaman, langar þvílíkt í svona dúllu bíl :) Svo er nottla árshátíðin þar næstu helgi, hún er einmitt í hveragarði svo við verðum einhverjar fjórar stelpur saman í herbergi... maður þarf þá líka að vera duglegur að læra þangað til svo maður geti leyft sér svona vitleysu. Anyways er farin í rúmið.... ætla að reyna að mæta klukkan 8:15 svona einu sinni, garðar er allavega búinn að lofa góðri tónlist í fyrramálið :)
~ 11.11.02
 
Til hamingju með afmælið Viktoría :) kossar og knús
~ 10.11.02
 
Var líka að bæta batman.is inn í ýmislegt, er ekki frá því að hún sé bara orðin skemmtilegri en tilveran.. miklu hrárri eins og tilveran var fyrst og ekki alveg jafn komörsjal....
 
Vúhú, kommentin komin á réttan stað, thatagirl ;)
 
Það er nú ekki laust við að það sé kominn smá próffílingur í mann, ekki nema 3 vikur eftir af skólanum og svo dadddaraa... moment of truth! Annars smá djamm eftir þangað til, spurning hvað samviskan leyfir mikið??? Allavega er næsta helgi vel plönuð og svo árshátíð í vinnunni (sem ég vinn eiginlega ekki lengur en samt verð þar um jólin og hver veit með næsta sumar) þarnæstu helgi sem ég er enn að ákveða mig hvort ég ætti að fara á... hmmmm... ég hef víst aldrei verið þekkt fyrir að vera snögg að taka ákvarðanir. By the way meðan ég man, þá er hér tvær gellur sem bætast við á tenglalistann minn, en þær tóku einmitt við símastarfinu mínu svo þær ættu nú að vera duglegar þar sem ég veit að þær sitja fyrir framan tölvuna allan vinnutímann og hafa ekkert betra að gera...........

Var annars að koma af Road to Perdition, fannst hún bara nokkuð fín en þótt ég sé mikið fyrir hlé í bíó og reyki og allt það þá fannst mér alveg hafði mátt sleppa því að hafa hlé á þessari mynd, maður datt einhvern veginn alveg út úr myndinni....
~ 5.11.02
 
úff er búin að vera að gera eðlisfræðiskýrslu í dag... síðasta eðlisfræðiskýrslan... mmmm..... Bara smá eftir, var búin að gleyma frá því í verzló hvað þetta er ógeðslega leiðinlegt, pjúk :Þ
 
Þetta kommenta dóterí er barasta þarna lengst út í enda... nenni ekki að laga það núna, þetta dugir fínt í bili..... Það er meira að segja strax komið eitt og það var hún ágústa beibý ;)
 
vúhú, komin með kommentadrasl, á bara eftir að laga það aðeins til ;)
 
lísa skvísa barasta komin með síðu.....
~ 2.11.02
 
Daddaraa...
fór í massa vísindaferð í gær upp í landsvirkjun. Fyrirlesturinn var reyndar hundleiðinlegur, hver virkjunin á eftir annari en það gleymdist fljótt því við fengum bjórinn um leið og við mættum um 4leytið og það var sko ekkert verið að spara bjórinn. Síðan var nú haldið í smá partý hjá Aroni en hann á einmitt heima rétt hjá bænum, mjög hentugt ;) Allt þetta gamla lið sem er með okkur í bekk endaði svo barasta á því að fara heim um 11leytið, nema Fúsi sem drapst á sófanum og neitaði að fara, ég og Aron fórum því barasta í bæinn og tylltum okkur á hverfisbarnum, síðan kom Hrund pæja og hitti okkur og þar var sko dansað eins og madman til 4!! Semsagt djammað í tólf tíma, ekki slæmt!! Hittum fullt af skemmtilegu fólki á hverfis, td. var fullt af liði þarna úr iðnaðartæknifræðinni og frábær tónlist. Aftur þangað!!! Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei farið er af því að maður mætir alltaf svo seint í bæinn og nennir sko ekki að eyða helmingnum af kvöldinu í röð. Anyways, þá er barasta engin þynnka, best að fara að hözzla sér í lærdóminn og svo passa hjá Gunna bróður á eftir.
Adios í bili

Powered By Blogger TM