!Buenos dias!



gestabókin mín :)

tenglar

strumpurinn
ragnheiður
andri beibí
hafdís ósk
sigga beib
egill hönk
viktoría
svan
vera
lísa

dröfn

ýmislegt

thí
ntí
b&l
imdb
google
batman
tilveran
garfield
shanghai
bumsquad
guðbrandur
html-goodies
spámaðurinn

vefhringur

< ? iCeBloG # >

gamalt

~ 30.5.03
 
þetta hér er að gera mig bilaða!!! 50-70% er nú samt nær lagi..... ótrúlegt hvað maður er háður þessu helvíti. merkilegt hvað allt virðist hafa farið niður á við frá því þetta sameinaðist allt saman. heimasíðan hjá tal var mjög fín, en þessi ogvodafone síða er ekki að gera góða hluti að mínu mati. vonandi fer þetta allt saman að lagast hjá þeim því ég nenni engan veginn að skipta um fyrirtæki... en læt sko engan veginn bjóða mér þetta of lengi......... og hana nú.... argggg.....

annars er helst í fréttum að aðalfundur starfsmannafélagsins hér í vinnunni er í kvöld, maður kíkir nú aðeins og heilsar upp á liðið en best að vera spök þar sem ég á víst að vera viðstödd útskrift thí á morgun og þakka einum fyrir vel unnin störf í þágu nemendafélagsins... jíhhaaa... gott að koma sér strax í æfingu í svona löguðu :)

leigði mynd í gærkvöldi.... Interstate 60. var búin að heyra eitthvað smá um hana og las svo hjá svan að hann mælti með henni... og verð bara að segja það að þessi mynd er algjör snilld!!! fer sko beint inn á topp10 hjá mér!! elska svona óvænta hittara... sem fá mann til að pæla.... önnur snilldarmynd er einmitt Donnie Darko sem ég ætla að kaupa mér fljótlega..... mæli hiklaust með þeim báðum :)

~ 27.5.03
 
úfff... ég er búin að vera rosa löt við að skrifa enda kannski ekki mjög mikið í fréttum. er enn að reyna að koma mér í gang með allt sem ég var búin að ákveða að gera þegar ég væri búin í prófum.... eins og td. taka til heima. kemst varla inn í herbergið mitt fyrir fötum og skólabókum!!!, mála á glös, fara á línuskautana mína, lesa bækurnar mínar sem ég keypti mér í fyrra eða hittifyrra... og só on!! í staðinn er ég bara búin að vera að vinna, stússast í formannsdótinu en aðallega bara vera löt :)

helgin var rosagóð.. fór á argentínu með tjellingunum á föstudaginn mmmm.... sjúklega gott og fór svo upp í sumarbústað með bræðrum mínum og þeirra famelíum á laugardaginn. það var alveg frábært, grillaður góður matur og skemmt sér gríðarlega yfir eurovision. fannst nú soldið asnalegt að stolið vampýrulag skyldi vinna...en what the fuck! var allavega mjög fegin að hafa ekki verið í bænum eftir að ég frétti hvað það hefði verið crowded!!!

gær fór ég svo á minn fyrsta fund með rektor... það var mjög fínt, var verið að leggja drög að samningum fyrir næsta skólaár... svo á morgun er stjórnarskiptafundur og daddara... þá getur loks fólk farið að kalla mig formann (eða drottningu) fyrir alvöru... hehe :) en jæja best að drífa sig heim úr vinnunni.... ætlaði að vera lööönngu farin!
~ 23.5.03
 
þetta er algjör snilld hjá þeim Loga og Gísla..... skemmtilegt að fá svona aðra innsýn inn í keppnina :)
~ 22.5.03
 
jíhhhaaa... styttist óðum í helgina sem er bara gott mál. út að borða með tjellingunum í vinnunni annað kvöld. surprise stemmning... fáum ekki einu sinni að vita hvert við erum að fara :) og svo eurovision á laugardaginn og fullt af partýum to go to......

annars vildi ég bara tjá mig um það að VR er snilld!!!! Er nebbla að fara á ættarmót í sumar og gisting á hótelum innanlands er fokdýr.... en fékk e-a vr ávísun í fyrra og gummi á líka solleiðis og þurfum við þá bara að borga kúk og kanil í gistinguna :) síðan vorum við búin að ákveða að kaupa okkur gleraugu í sumar sem er ekki beint cheap en heii... þá sagði ein í vinnunni mér það að maður safnar víst í einhvern sjúkrasjóð hjá vr og getur því beðið um gleraugnastyrk og fá þá endurgreitt einhvern hluta.... ég og gummi eigum bæði einhvern pening þar..... jíhhaa. so life is looking good.

núna er samt biðin eftir námslánunum & laununum það helsta.... sökkar feitt að eiga engan pening.....
~ 21.5.03
 
by the way... mín var að fá nýjan síma liggaliggalái.... algjör pæja ;) svona nokia 7210.... keypti mér meira að segja bleikan front, algjör snilld!!! Þannig að ef einhvern vantar vel með farinn nokia 3330 með lithium batteríi (og venjulegu....) fæst hann á góðu verði!! (s.s. tilboð óskast!!)
 
vildi bara senda öllum bekkjarfélögum mínum sem eru að fara í endurtektarpróf um helgina innilegar samúðarkveðjur!!!

~ 17.5.03
 
fór út að tjútta í gær, á lokadjamm í skólanum... og er svo búin að liggja upp í rúmi í næstum allan dag!! Very nice indeed. Það var svaka stemmning í gær... mættu að vísu ekki margir úr bekknum enda er meiri hlutinn dreifarar..... við vorum heillengi þarna á meccasport, kíktum svo á nokkra staði niðrí bæ (þægilegt að vera með tvo dyraverði með sér sem þekkja alla) og enduðum á þeim yndislega stað glaumbar... jíhaaa... það var reyndar algjör snilld bara að fylgjast með fólkinu þar ;) vá hvað ég hitti líka mikið af fólki í bænum, eins og fólk sé búið að vera í hýði í allan vetur... merkilegt.... en jæja best að fara að kom sér fram......... gummi sæti er á leiðinni með subway & vídeóspólu... jíhaaaa......
~ 16.5.03
 
hehehe.....





Þú ert harður í frjálshyggjunni og unir hag þínum vel undir núverandi ríkisstjórn! Verst að þú ert nett hrokafullur, en hey, þú ert við völd! Þú kýst Sjálfstæðisflokkinn!


Hvað kýst þú?






 
jájájááááá...... stærðfræðieinkunnin kom í hús í gærkvöldi og mín er barasta genius!!! gaman að vera í topp 3. jibbidií, life is good. svo var ég að ákveða það að fara til Búdapest með vinnunni í október.... algjör snilld að komast til útlanda eftir allt saman... meira um það þegar nær dregur ;) nú er föstudagur, svaka stemmning, lokadjamm skólans er í kvöld, maður kíkir auðvitað og hittir eitthvað af liðinu svona í síðasta sinn fyrir sumarið..... vona að það verði góð mæting úr bekknum. adios amigos!
~ 14.5.03
 
úfff... ég er sko búin að vera alveg löt við að kíkja á netið (nema til að tjékka á einkunnum....) og hvað þá tjá mig hér á síðuna... er aðallega bara búin að vera með gumma sínum heima í kósý en er nú þó byrjuð að vinna. byrjaði bara strax á mánudaginn og er bara búið að vera mjög fínt... finnst bara eins og að vera í fríi þegar maður er svona í vinnunni þ.e. miðað við próftörnina!! annars eru nú ekki margar einkunnir komnar í viðbót.... byggingarfræðin kom inn stuttu eftir burðarþolinu... það er fagið með elsku kennaranum sem ég er búin að vera að blóta svoldið hér í vetur... hann gaf mér 7 kallinn.... ekki svo slæmt en hefði viljað fá hærra! svo í gær kom þessi líka "frábæra" einkunn úr efnisfræðinni... verð víst ekki fræg af henni en mín rétt slefaði bara með 5.5 :( muuuu...... hefði nú verið skárra að fá 6 en þetta kennir manni víst að vera ekki að frumlesa efnið daginn fyrir próf!! bíð enn spennt eftir rennslinu & stærðfræðinni.... ótrúlega súr... fer inn á netið svona á eins og hálfs tíma fresti í vinnunni BARA til að tjékka á einkunnunum.... sad!!!!

annars er lífið svona að komast í fastar skorður... kannski kaffihúsafílingur annað kvöld og svona, allt að gerast!!! Hei... svo ákvað ég nottla líka að herma eftir Svan sem hermdi eftir strumpinum og tjékka hverjir frægir ættu ammæli sama dag og ég skv. imdb....... ekki eru nú margir celebs þar á ferð!! vissi nú alltaf að ég ætti sama afmælisdag og Sharon Stone.... en come on að eiga sama afmælisdag og Osama Bin Laden... það er alveg súrt!!! ....skil reyndar ekki alveg afhverju það er prófíll um hann á imdb... en whatever!
~ 10.5.03
 
jíhhhaaa... þá eru prófin búin og í gær var sko brjáluð stemmning ;) vorum búin kl. 16 í gær og fórum þá beint í paintball... djöfulsins snilld er það... það var ekki jafn hræðilegt og ég bjóst við að fá kúlurnar í sig!! síðan fórum við út að borða á CasaGrande... mjög gott og enduðum svo öll á Nelly's í góðum fíling.... sumir bekkjarfélaganna minna fóru sko aldeilis á kostum í dansmúvunum.... hehe.... maður á nú eftir að sakna þeirra í sumar.... sniff sniff... en sumarið verður víst búið áður en maður veit af..... jæja best að fara og kjósa.... og auðvitað kýs þessi tjelling rétt!!!!!!
~ 8.5.03
 
húha............. 3 down & 1 to go........ seinni partinn á morgun verður svaka stuð... paintball með bekknum og svo partý on jíha..... efnisfræðin í gær gekk svona eins og við mátti búast... ekki svo auðvelt að læra allt þetta efni á einum degi... en bara vona það besta.... svo á morgun er rennslisfræði þannig að núna er bara að duga eða drepast... erfitt alltaf að læra svona fyrir síðasta prófið..... en góð hvatning... ein einkunn kominn í hús úr fyrsta prófinu og mín er ekkert smá ánægð... jibbidíú... skoraði 9.5 en hef ekki fengið svona háa einkunn síðan í grunnskóla!!!!! víví.... held að meðaltalið hafi verið um 6.7! ef öll próf gætu nú gengið svona vel....... en jæja back to rennsli.......
~ 6.5.03
 
2 down & 2 to go... jíhaaa... stærðfræðin var í gær og var hún svo allt öðruvísi en maður hafði búist við... ég er samt bara vongóð..... var enn heilalausari eftir stærðfræðina og var alveg súr í gærkvöldi... náði þó að lesa eitthvað smá fyrir næsta próf sem er einmitt efnisfræði; timbur, raki og smíðamálmar...... og er nánar tiltekið í fyrramálið.... vei... langt síðan maður hefur farið í svona páfagaukalærdómspróf!!! kvíði ótrúlega mikið fyrir þessu... shit... kann nú betur við reikningsprófin... en daddara.... gaman gaman ;)
~ 4.5.03
 
eitt próf down og þrjú eftir..... burðarþolið gekk bara fínt í gær... reiknaði einhverjar tólf blaðsíður og var alveg heilalaus eftir það.. en á morgun er svo stærðfræðin... daddara... að því tilefni verður lært langt langt frameftir í kvöld.... jíhaaa......
~ 2.5.03
 
úfff... nú fer sko allt aksjónið að byrja fyrir alvöru en fyrsta prófið, burðarþol er einmitt kl. 13:00 á morgun!!!!!..... ég hef því ekkert meira að segja í bili.... nema wish me good luck ;)

Powered By Blogger TM