!Buenos dias!



gestabókin mín :)

tenglar

strumpurinn
ragnheiður
andri beibí
hafdís ósk
sigga beib
egill hönk
viktoría
svan
vera
lísa

dröfn

ýmislegt

thí
ntí
b&l
imdb
google
batman
tilveran
garfield
shanghai
bumsquad
guðbrandur
html-goodies
spámaðurinn

vefhringur

< ? iCeBloG # >

gamalt

~ 22.8.03
 
jíhhahaaaa... föstudagur og bara afslappelse á dagskránni í kvöld. var svo þreytt í gærkvöldi eftir mikla vinnu og áreiti að ég steinsofnaði í fanginu á gumma mínum yfir ice age í sófanum í gærkvöldi. í gær og í dag voru nýnemakynningar upp í skóla og mættum við til að leyfa fólki aðeins að sjá okkur í nemendafélaginu. svo var líka þessi fína frumkynning á bmw 5 línunni og tókst hún bara þrusuvel, mætti fullt af fólki og var ég þarna í ýmsum verkefnum.... alltaf gaman að vinna á svona sýningum... hilmir snær var á staðnum og ók bílnum inn...... grrrrr... hvað maðurinn er flottur :)

best að fara að drífa sig heim úr vinnunni af mökkheitri skrifstofunni og út í sólina :) er nefnilega að leysa eina af hér í vinnunni sem ákvað að skella sér til london á rolling stones tónleika.... ég kíkti reyndar á síðuna þeirra áðan og sá að tónleikunum sem hún átti að vera að fara á annað kvöld hefur einmitt verið frestað til 20.sept.... SHIT hvað ég yrði brjáluð!!!! það eru nú reyndar tónleikar á sunnudagskvöldið sem eru á sama stað, ég vona bara innilega hennar vegna að þær fái nú miða á þá í staðinn... hún er búin að hlakka svo mikið til í allt sumar og síðustu daga er hún búin að vera að fara á límingunum!!!

adios í bili
~ 21.8.03
 
húha.... þá er skólinn byrjaður, nemendafélagið og vinnan, allt á fullu. vinn ótrúlega vel undir álagi (oftast) og er súperhress eins og er.

á þriðjudaginn fengum ég og ragnheiður, ásamt sölumannstyppum og verkstæðismaurum að prufa þennan líka dýrindis 530i BMW splunkunýjan, beint úr kassanum. málið var nefnilega það að það er verið að fara að frumsýna nýju 5 línuna um helgina og því vorum við í testdrive á honum ásamt öðrum lúxusbílum til samanburðar. fékk að taka í audi A6, Benz 320E, Volvo S60 og svo Range Rover....algjör snilld. tókum fyrst svona keilutest og síðan smá rúnt um göturnar... og what can I say.... auðvitað var Bimminn lang bestur !!!!!!!
~ 18.8.03
 
jæja jæja, ekki alveg að fatta það að skólinn byrjar víst á miðvikudaginn..... daddara........ þá er sumarinu víst officially lokið :(

en ég var s.s. á ættarmóti um helgina og missti þar af leiðandi af menningarnóttinni hér í bænum. en ættarmótið var alveg frábært, sumt var nú soldið gert fyrir gamla fólkið eins og við er að búast en ég skemmti mér mjög vel. þetta var að laugum í sælingsdal á eddu hótelinu þar og aðstaðan mjög fín. sundlaug á staðnum, leikir á laugardeginum sem ég er by the way gjörsamlega ónýt eftir sem segir mér víst það að ég VERÐ að fara að hreyfa mig eitthvað!!!! ágætis ættingjar og allir í þrusu fílíng. VR orlofsávísanirnar komu sér mjög vel og spöruðu okkur 10.000kr..... Merkilega gott veður og vorum við ekki alveg að tíma að fara í heim í gær, lágum í lauginni í rúmlega 20 stiga hita og létum fara ofsalega vel um okkur :) tók alveg slatta af myndum, snilld að vera með svona digital myndavél!! systir mín var einmitt í ættarmótsnefndinni núna og á laugardagskvöldinu var sameiginlegur kvöldmatur og skemmtun og vorum við nokkur á mínum aldri látin koma upp á svið og leika fyrir litlu börnin, ég stóð mig frábærlega í því að leika þorsk... hehe..... en þar með vorum við skipuð í ættarmótsnefnd 2008!!! úff... ég þarf s.s. að fiffa aðeins upp á ættfræðina og svona fyrir þann tíma :)
~ 7.8.03
 
daddara.... ótrúlega sniðugt, komst loksins inn á form.is áðan og gat skilað umsókn minni um námslánin :) svo tjékka ég í skjölin mín og þá virðist sem umsóknirnar sem ég "reyndi" að senda í gær hafi komist í gegn og því er ég búin að skila inn þrem umsóknum fyrir sömu námslánin!!! ég hringdi náttúrulega niðrí lín og sagði konan mér það að það væri barasta ekkert hægt að gera.... vona bara að það verði enginn súr þegar ákveðið er hvað ég á að fá mikið af peningum c",)
 
form.is virkar víst ekki ennþá... urggg.. ætlaði að drífa í því að sækja um námslánadjöfulinn svo að við höfum nú efni á íbúðalingnum okkar.

ég og gummi minn fórum niður í bn í gær að skoða teikningarnar af íbúðinni og líst ekkert smá vel á, reyndar snúa víst svalirnar okkar í norður og eru frekar litlar, en það verður þó útsýni dauðans og svo er líka smá útskot í suðri (s.s. fyrir framan innganginn á íbúðinni) og ekki margir sem labba þar fram hjá, þar verður hægt að hafa grill og svoleiðis, svaka stuð c",) svo verður víst parket á öllu nema flísar í anddyri og baði (og geymslan reyndar lökkuð)...... það var alveg frábær gaur sem við hittum þarna í bn í gær, lýsti öllu rosalega vel fyrir okkur og stelpan þarna var svo góð að láta okkur fá ljósrit af íbúðinni okkar og hæðinni. hlakka ekkert smá til :)
~ 6.8.03
 
ég veit að ég er búin að vera rosalega ódugleg við það að skrifa hérna inn, en það er voðalega lítil hvatning að skrifa þegar einu tölvurnar sem ég kemst í eru hérna í vinnunni og síðan mín og aðrar tripod síður eru víst bannaðar sökum pop-up glugga.......

...en soldið sniðugt, ég var að hringja í form.is vegna þess að ég er búin að vera að reyna í dag og í gær að sækja um áframhaldandi námslán og síðan þeirra er búin að láta eitthvað illa við mig. jæja, svo ég hringi og kynni mig sem erla og þá segir hún á móti í símann "er þetta nokkuð erla margrét".... heii þá var þetta þórunn sem var með mér í víðó :) merkilegt nokk hvað þetta er lítið land!! en það var nú gaman að heyra í henni og vona ég að ég nái nú að sækja um námslánin í dag þar sem annars gleymi ég því örugglega, er soddan gúbbífiskur stundum ;)

helgin var annars mjög fín, vorum upp í bústað frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag. frábært veður, mikið slappað af í pottinum og sólinni og mikið mikið borðað..... er ennþá að jafna mig. keyrði meira að segja hvalfjörðinn sjálf í fyrsta skipti (búsaðurinn er þarna í svínadalnum) og á leiðinni heim var frábært veður þannig að við stoppuðum aðeins inní botninum á hvalfirðinum, röltum aðeins og skoðuðum... svaka huggó :)
~ 1.8.03
 
úlllalla..... þá er víst að koma verzlunarmannahelgi og þá er algjör nauðsyn að skella sér aðeins út úr bænum sérstaklega þegar veðrið er svona mikil snilld!!! það verður engin villt samkoma fyrir valinu þó heldur sumarbústaðarferð með bræðrum mínum og fjölskyldum þeirra..... hmmmm... hvað ég hlakka gífurlega mikið til að leggjast í heita pottinn á eftir með ískaldan öl í hendi.

annars er ég dáldið pissed yfir því að vinna eins og motherfocker í heilan mánuð og svo hirðir helvítis skatturinn 30.000kr. af laununum mínum..... mikið uurrrrgggg!!!! hélt nú að ég ætti nægan persónuafslátt... en neiii..... greinilega ekki......

jæja þá er það út úr systeminu og get ég þá notið helgarinnar í mikilli afslöppun :) góða helgi everybody, og ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera... hehe c",)

Powered By Blogger TM